Innlent

Brotist inn í húsnæði Rauða krossins í Hveragerði

MYND/E.Ól

Brotist var inn í aðstöðu Rauða krossins í Hveragerði í nótt og þaðan meðal annars stolið fartölvu, skjávarpa og netsímatæki. Segir á vef lögreglunnar að hugsanlega hafi einhverju fleiru verið stolið en verið sé að fara yfir það. Nokkurt tjón var unnið á staðnum þar sem hurðum var sparkað upp og ýmislegt fleira skemmt. Rannsókn lögreglu stendur enn yfir og biður hún alla þá sem eitthvað vita um málið eða hafa orðið varir við menn eða bílaumferð í Austurmörk í nótt að hafa samband í síma 480-1010.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×