Innlent

Mildar dóm yfir Landssímamönnum

Hæstiréttur hefur mildað dóm Héraðsdóms yfir fjórum mönnum sem gefið var að sök að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti og staðgreiðslu opinberra gjalda hjá einu eða fleiri af fimm hlutafélögum, þar á meðal Japís og Planet Reykjavík.

Þrír mannanna, þeir Árni Þór Vigfússon, Kristján Ragnar Kristjánsson og Ragnar Orri Benediktsson, komu við sögu í Símamálinu svokallaða.

Í Héraðsdómi höfðu mennirnir fjórir verið dæmdir til að greiða hátt í 100 milljónir króna í sekt fyrir skattsvikin, þar af Kristján Ragnar til greiðslu um 66 milljóna, en Hæstiréttur minnkaði samanlagða upphæð í um 22 milljónir. Þar af skal Kristján Ragnar greiða 18,5 milljónir.

Í dómi Hæstaréttar segir að brot Ragnars Orra og fjórða manns teljist ekki meiri háttar í skilningi almennra hegningarlaga og sama gildir um hluta af brotum Árna Þórs. Hins vegar taldi dómurinn brot Kristjáns Ragnars meiri háttar og hlaut hann því hæstu sektina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×