Innlent

Íslenska ríkið sýknað af kröfu fyrrverandi fanga

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag íslenska ríkið af skaðabóta- og miskabóta kröfu manns sem hann taldi sig hafa orðið fyrir þegar hann var fluttur hingað til lands frá Danmörku til að afplána eftirstöðvar dóms sem hann hlaut í Danmörku.

Maðurinn var í upphafi árs 2004 dæmdur í tveggja ára fangelsi en var fluttur til Íslands um mitt árið samkvæmt samkomulagi danskra og íslenskra stjórnvalda en gegn vilja mannsins. Var honum veitt reynslulausn í lok janúar 2005 en hann höfðaði mál fyrir íslenskum dómstólum og hélt því fram að hann hefði fengið reynslulausn fyrr hefði hann afplánað í Danmörku. Krafði hann ríkið því um rúmar þrjár milljónir í bætur vegna fjárhagstjóns. Á þessar röksemdir féllst héraðsdómur ekki og sýknaði því íslenska ríkið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×