Innlent

240 sektaðir fyrir hraðakstur á Hringbraut

MYND/GVA

240 ökumenn eiga sekt yfir höfði sér fyrir að aka yfir leyfilegum hámarkshraða á Hringbrautinni í gær og fyrradag. Fram kemur á vef lögreglunnar að brot þeirra hafi náðst á löggæslumyndavél á gatnamótum Hringbrautar og Njarðargötu. Hinir brotlegu óku að jafnaði á 83 km hraða en sá sem hraðast ók var á 104 km hraða.

Að venju var lögreglan víða við hraðamælingar og voru nokkrir ökumenn teknir fyrir hraðaakstur í Norðurfelli í Breiðholti. Þar er 30 km hámarkshraði sem mörgum gengur illa að virða að sögn lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×