Innlent

Slapp út úr bíl eftir að hafa ekið út í sjó

Einn maður komst af sjálfsdáðum út úr bíl sínum eftir að honum var ekið út í sjó við Geirsnef við Elliðaárnar um kl. 15 í dag. Vegfarandi kastaði sér út í árnar til að bjarga manninum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slys verður á þessum stað.

Tildrög slyssins eru ókunn en mikill viðbúnaður var hjá slökkviliði og lögreglu og voru bæði kafarar og bátur sendir á vettvang. Ökumaður ók ekki á miklum hraða og var ekki ölvaður. Mikill viðbúnaður var hjá slökkviliði og lögreglu og voru bæði kafarar og bátur sendir á vettvang. Mennirnir tveir voru fluttir á slysadeild en ekki hafa fengist upplýsingar um líðan þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×