Innlent

Lögðu hald á kannabisplöntur og marijúana í Hafnarfirði

MYND/Róbert

Lögreglan í Hafnarfirði handtók í gær tvo menn eftir að hún lagði hald á um 170 kannabisplöntur og nokkur kíló af niðurskornu marijúana í iðnaðarhúsnæði í bænum. Í tilkynningu frá lögreglu segir að stærsta kannabisplantan hafi verið um 190 sentímetra há en ekki er búið að vigta fíkniefnin. Gera má ráð fyrir að um sé að ræða á annan tug kílóa af marijúna.

Mennirnir tveir sem handteknir voru hafa verið yfirheyrðir í dag og í gær en þeim hefur nú verið sleppt. Rannsókn málsins er haldið áfram. Við aðgerðina naut lögreglan í Hafnarfirði aðstoðar fíkniefnalögreglumanns úr Kópavogi sem og sérsveitar ríkislögreglustjórans




Fleiri fréttir

Sjá meira


×