Skattbyrði jókst hvergi meira en á Íslandi 13. október 2006 18:46 Aukin skattbyrði á síðasta ári nemur svipaðri upphæð og heildarútgjöld ríkisins til menntamála á þessu ári. Stefán Ólafsson, prófessor, segir að skattbyrðin á Íslandi hafi aukist þrisvar sinnum meira en í Bandaríkjunum, sem glími við kostnað af tveimur styrjöldum. Fjármálaráðherra segir auknar tekjur ríkissjóðs hafa skilað sér í aukinni velferðarþjónustu. Samkvæmt úttekt OECD eiga Íslendingar heimsmet í skattbyrði á síðasta ári. Á árunum 1990 til 1995 var skattbyrði á Íslandi minni en hún var að meðaltali í ríkjum OECD. Frá árinu 2000 hefur skattbyrðin hér á landi hins vegar verið meiri en að meðaltali innan OECD. Á síðustu ellefu árum hefur skattbyrðin aukist um 101 milljarð króna á ársgrundvelli að mati Stefáns Ólafssonar prófessors við Háskóla Íslands. Á síðasta ári jókst skattbyrðin á Íslandi um 3,7 prósentustig og var það mesta aukning skattbyrði innan OECD og skilaði hinu opinbera 37 milljörðum í auknar tekjur. Árni M Mathiesen, fjármálaráðherra, segir að aukna skattbyrði megi að mestu rekja til aukins hagvaxtar. "Síðan höfum við á hverju ári allt þetta kjörtímabil verið að lækka skattprósentur og nú síðast var ríkisstjórnin að tilkynna um lækkun á virðisaukaskatti á matvæli," segir fjármálaráðherra. Árni bendir á að tölur OECD séu að öllu jöfnu eldri en þær sem fjármálaráðuneytið hefur en, það sé rétt að skatttekjur hafi verið aukast vegna aukins hagvaxtar. Stefán Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands, segir að skattbyrði á Íslandi hafi hækkað þrefalt meira á Íslandi á síðasta ári, en í því landi sem næst komi hvað aukningu skattbyrði varðar, eða í Bandaríkjunum, sem glími við kostnað af tveimur styrjöldum. Stefán segir að aukning útgjalda til velferðarkerfisins hafi á síðustu árum aðeins verið um þriðjungur af auknum tekjum ríkissjóðs. Auknar tekjur hafi farið í að lækka skuldir ríkissjóðs með góðum árangri, á sama tíma og skuldir heimilanna hafi aukist stórlega. Afgangur á ríkissjóði á síðasta ári hafi verið um 60 milljarðar og stefni í svipaða niðurstöðu í ár. Það þýði í mörgum ríkjum að ríkissjóður hafi tekið til sín 60 milljörðum of mikið. Stefán segir skattbyrðina ekki eingöngu hafa aukist vegna hagvaxtarins, heldur hafi skattstofnar verið breikkaðir, eins og OECD bendi á. Fjármálaráðherra segir neysluna einnig hafa aukist sem hafi áhrif á tekjur ríkissjóðs. Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira
Aukin skattbyrði á síðasta ári nemur svipaðri upphæð og heildarútgjöld ríkisins til menntamála á þessu ári. Stefán Ólafsson, prófessor, segir að skattbyrðin á Íslandi hafi aukist þrisvar sinnum meira en í Bandaríkjunum, sem glími við kostnað af tveimur styrjöldum. Fjármálaráðherra segir auknar tekjur ríkissjóðs hafa skilað sér í aukinni velferðarþjónustu. Samkvæmt úttekt OECD eiga Íslendingar heimsmet í skattbyrði á síðasta ári. Á árunum 1990 til 1995 var skattbyrði á Íslandi minni en hún var að meðaltali í ríkjum OECD. Frá árinu 2000 hefur skattbyrðin hér á landi hins vegar verið meiri en að meðaltali innan OECD. Á síðustu ellefu árum hefur skattbyrðin aukist um 101 milljarð króna á ársgrundvelli að mati Stefáns Ólafssonar prófessors við Háskóla Íslands. Á síðasta ári jókst skattbyrðin á Íslandi um 3,7 prósentustig og var það mesta aukning skattbyrði innan OECD og skilaði hinu opinbera 37 milljörðum í auknar tekjur. Árni M Mathiesen, fjármálaráðherra, segir að aukna skattbyrði megi að mestu rekja til aukins hagvaxtar. "Síðan höfum við á hverju ári allt þetta kjörtímabil verið að lækka skattprósentur og nú síðast var ríkisstjórnin að tilkynna um lækkun á virðisaukaskatti á matvæli," segir fjármálaráðherra. Árni bendir á að tölur OECD séu að öllu jöfnu eldri en þær sem fjármálaráðuneytið hefur en, það sé rétt að skatttekjur hafi verið aukast vegna aukins hagvaxtar. Stefán Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands, segir að skattbyrði á Íslandi hafi hækkað þrefalt meira á Íslandi á síðasta ári, en í því landi sem næst komi hvað aukningu skattbyrði varðar, eða í Bandaríkjunum, sem glími við kostnað af tveimur styrjöldum. Stefán segir að aukning útgjalda til velferðarkerfisins hafi á síðustu árum aðeins verið um þriðjungur af auknum tekjum ríkissjóðs. Auknar tekjur hafi farið í að lækka skuldir ríkissjóðs með góðum árangri, á sama tíma og skuldir heimilanna hafi aukist stórlega. Afgangur á ríkissjóði á síðasta ári hafi verið um 60 milljarðar og stefni í svipaða niðurstöðu í ár. Það þýði í mörgum ríkjum að ríkissjóður hafi tekið til sín 60 milljörðum of mikið. Stefán segir skattbyrðina ekki eingöngu hafa aukist vegna hagvaxtarins, heldur hafi skattstofnar verið breikkaðir, eins og OECD bendi á. Fjármálaráðherra segir neysluna einnig hafa aukist sem hafi áhrif á tekjur ríkissjóðs.
Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira