Ráðherra gagnrýnir Draumalandið 5. október 2006 22:46 Jón Sigurðssson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, í ræðustól á Alþingi. MYND/Hörður Sveinsson Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir tímabili virkrar stóriðju- og virkjanastefnu íslenskra stjórnvalda hafa lokið 2003, með breytingum sem þá voru gerðar á stjórnsýslu og umhverfi á þeim vettvangi. Nú séu þau verkefni sem helst séu á döfinni við Húsavík, í Helguvík og í Straumsvík á vegum heimamanna og undir stjórn þeirra og sjálfstæðra fyrirtækja, en ekki undir forræði iðnaðarráðuneytis. Þetta kom fram í ræðu sem ráðherra flutti á fundi Samtaka iðnaðarins í dag sem bar yfirskriftina Náttúruvernd og nýting auðlinda. Í ræðunni gagnrýnir ráðherra marg sem kemur fram í Draumalandinu, bók Andra Snæs Magnasonar, en segir hana um leið tímabæra og skemmtilega. Höfundurinn skauti yfir vandamál í byggðaþróun margra áratuga eins og ekkert sé. Ráðherra segir tengingu höfundar yfir í stórframkvæmdirnar fyrir austan ekki sannfrænadi á þann hátt sem greinilega vaki fyrir höfundi. Rökleg tengsl og forsendur fyrir ályktunum Andra Snæs standist því ekki með þeim hætti sem hann stefni að. Ráðherra ræðir þá gagnrýni höfundar að Ísland hafi verið kynnt sem land "ódýrrar orku". Þetta sé æpandi mótsögn í málsmeðferð höfundar og skaði í raun málstað hans. Lesandi verði ekki alveg viss um það hvort höfundurinn boðar andstöðu gegn stórvirkjunum vegna náttúruverndarsjónarmiða eða hann gagnrýni orkusölusamningana vegna þess að hún gefi ekki nægilegan gróða. Ráðherra lýkur ræðu sinni með þeim orðum að allt samfélagið, hagkerfið og þjóðlífið allt hvíla á þeirri forsendu að orkulindir og aðrar auðlindir lands og lagar séu nýttar af ráðdeild og skynsemi. Því beri að vanda rækilega allar ákvarðanir í þessum efnum og stíga varlega fram. Það hafi verið og verði áfram stefna íslensku ríkisstjórnarinnar. Ræða ráðherra. Fréttir Innlent Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fleiri fréttir Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Sjá meira
Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir tímabili virkrar stóriðju- og virkjanastefnu íslenskra stjórnvalda hafa lokið 2003, með breytingum sem þá voru gerðar á stjórnsýslu og umhverfi á þeim vettvangi. Nú séu þau verkefni sem helst séu á döfinni við Húsavík, í Helguvík og í Straumsvík á vegum heimamanna og undir stjórn þeirra og sjálfstæðra fyrirtækja, en ekki undir forræði iðnaðarráðuneytis. Þetta kom fram í ræðu sem ráðherra flutti á fundi Samtaka iðnaðarins í dag sem bar yfirskriftina Náttúruvernd og nýting auðlinda. Í ræðunni gagnrýnir ráðherra marg sem kemur fram í Draumalandinu, bók Andra Snæs Magnasonar, en segir hana um leið tímabæra og skemmtilega. Höfundurinn skauti yfir vandamál í byggðaþróun margra áratuga eins og ekkert sé. Ráðherra segir tengingu höfundar yfir í stórframkvæmdirnar fyrir austan ekki sannfrænadi á þann hátt sem greinilega vaki fyrir höfundi. Rökleg tengsl og forsendur fyrir ályktunum Andra Snæs standist því ekki með þeim hætti sem hann stefni að. Ráðherra ræðir þá gagnrýni höfundar að Ísland hafi verið kynnt sem land "ódýrrar orku". Þetta sé æpandi mótsögn í málsmeðferð höfundar og skaði í raun málstað hans. Lesandi verði ekki alveg viss um það hvort höfundurinn boðar andstöðu gegn stórvirkjunum vegna náttúruverndarsjónarmiða eða hann gagnrýni orkusölusamningana vegna þess að hún gefi ekki nægilegan gróða. Ráðherra lýkur ræðu sinni með þeim orðum að allt samfélagið, hagkerfið og þjóðlífið allt hvíla á þeirri forsendu að orkulindir og aðrar auðlindir lands og lagar séu nýttar af ráðdeild og skynsemi. Því beri að vanda rækilega allar ákvarðanir í þessum efnum og stíga varlega fram. Það hafi verið og verði áfram stefna íslensku ríkisstjórnarinnar. Ræða ráðherra.
Fréttir Innlent Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fleiri fréttir Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Sjá meira