Innlent

Á 137 kílómetra hraða á Sæbraut

Lögregla í Reykjavík tók í nótt sex ökumenn grunaða um ölvun við akstur, þar af einn sem ók fram hjá lokunum lögreglu meðan verið var að vinna á vettvangi við banaslys á Miklubraut. Þá voru fimm teknir fyrir of hraðan akstur, einn á 139 kílómetra hraða á Kringlumýrarbraut þar sem hámarkshraði er 80 og annar á Sæbraut við Kleppsveg á 137 km hraða þar sem hámarkshraði var 60. Sá var sviptur ökuréttindum á staðnum. Mikill fjöldi i miðborginni og mikil ölvun og því fylgdi mikill sóðakapur að sögn lögreglu. Fimm gista fangageymslur lögreglu eftir að hafa verið teknir fyrir ölvun á almannafæri. Höfðu leigubifreiðar ekki undan að færa fólk til síns heima því var fjöldi fólks á gangi á og meðfram stofnbrautum á leið til síns heima.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×