Innlent

Handteknir fyrir rúðubrot og fyrir að veitast að lögreglu

Tveir menn gista nú fangageymslur lögreglunnar í Keflavík eftir ölvun og ofstopa í samskiptum við lögreglu. Lögregla var kvödd að húsnæði Tryggingamiðstöðvarinnar við Hafnargötu í nótt eftir að annar þeirra hafði brotið rúðu þar.

Þegar lögregla hugðist handtaka hann veittist hinn að löreglunni með hótunum og reyndi að hindra hana í starfi og var hann því líka handtekinn. Mennirnir verða yfirheyrðir síðar í dag þegar ölvíman er runnin af þeim. Lögregla í Keflavík hafði líka afskipti af manni vegna gruns um fíkniefnamisferli, en á honum fundust um það bil 10 grömm af meintu amfetamíni. Honum hefur verið sleppt og telst málið upplýst.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×