Innlent

Blæs á alla gagnrýni

Formaður Sjálfstæðisflokksins segir dómsmálaráðherra bera ábyrgð á uppreisn æru fyrrverandi þingmanns flokksins, Árna Johnsens. Formaðurinn blæs á alla gagnrýni á framkvæmd málsins og segir það eingöngu formsatriði hvort handhafar forsetavaldsins hafi skrifað undir eða forseti sjálfur.

Í kjölfar uppreisnar æru Árna Johnsens fyrr í vikunni, kallaði Viktor Kjartansson, eftir því í fréttum NFS í gær að Sjálfstæðisflokkurinn setji sér vinnureglur um að frambjóðendur flokksins þurfi að uppfylla ákveðin skilyrði. Viktor ætlar sér þátttöku í prófkjöri flokksins í Suðurkjördæmi og er formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjanesbæ. Hann setur spurningarmerki við það að fyrrverandi þingmaður sem brotið hafi af sér fái að sækjast aftur eftir sæti á Alþingi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×