Innlent

Kveikt í Hampiðjuhúsinu í tvígang

MYND/E.Ól
Slökkviliðið fór í tvígang að húsi Hampiðjunnar við Brautarholt í Reykjavík þar sem kveikt hafði verið í. Eldurinn var ekki mikill en reykur töluverður og þurfti því tvívegis að reykræsta húsið í gærdag. Hampiðjuhúsið hýsti síðast galleríið og listasmiðjuna Klink og bank en er nú vatns- og rafmagnslaust þar sem til stendur að rífa það.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×