Dómsmálaráðuneytið segir Árna uppfylla skilyrðin 30. ágúst 2006 12:00 MYND/Vilhelm Gunnarsson Dómsmálaráðuneytið segir Árna Johnsen hafa afplánað fangelsisdóm sinn og uppfylli að öllu leyti skilyrði fyrir því að fá uppreist æru. Í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu er hins vegar hvorki staðfestar né hraktar fréttir Fréttablaðsins um að búið sé að skrifa undir uppreist Árna. Árni Johnsen segir að sér hafi ekki verið tilkynnt formlega að honum hafi verið veitt uppreisn æru, en hann sótti um það í júní síðastliðnum. Handhafar forsetavalds skrifuðu undir nauðsynlega pappíra um þetta í fjarveru forseta Íslands að sögn Fréttablaðsins. Ef búið er að veita Árna Johnsen uppreist æru þýðir það að kjörgengi hans í alþingiskosningum í vor er óskorað. Aðspurður hvort hann hyggi á framboð í alþingiskosningum í vor ef rétt reynist að hann hafi óflekkað mannorð á ný sagði hann ekki tímabært að taka ákvörðun um það en nefndi að hann hefði fundið fyrir töluverðum þrýstingi frá kjósendum. Forseti getur veitt mönnum uppreist æru, samkvæmt 84ðu grein hegningarlaga, eftir fimm ár frá fullnustu refsingar, svo fremi sem brotið hafi verið fyrsta brot dæmda sem hefur skerðingu borgararéttinda í för með sér og að fangelsisvist hafi ekki numið meira en einu ári. Þessi frestur getur styst niður í tvö ár ef dæmdi hefur hegðað sér vel á þessu tímabili. Í febrúar voru tvö ár frá því Árni var látinn laus af Kvíabryggju og lagði hann því inn umsókn um uppreist æru til dómsmálaráðuneytisins í júní. Handhafar forsetavalds í fjarveru forseta Íslands, það er forsætisráðherra, forseti Alþingis og forseti hæstaréttar, skrifuðu að sögn Fréttablaðsins upp á skjal þessa efnis að tillögu dómsmálaráðherra Björns Bjarnasonar nú nýverið. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, hefur dvalið erlendis undanfarið í einkaerindum og því skrifuðu handhafar forsetavalds upp á beiðnina í fjarveru hans. Fyrir þá sem velta fyrir sér hvaðan orðið uppreisT með t-i komi, þá er þetta orð samkvæmt orðabók Menningarsjóðs kvenkyns nafnorð sem hefur sömu merkingu og orðið uppreisn. Ástæða fyrir því að þessi orðmynd er notuð í fréttum af þessu máli í öllum fjölmiðlum er sú að svona er þetta orðað í lögum um kosningar til Alþingis. Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks Sjá meira
Dómsmálaráðuneytið segir Árna Johnsen hafa afplánað fangelsisdóm sinn og uppfylli að öllu leyti skilyrði fyrir því að fá uppreist æru. Í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu er hins vegar hvorki staðfestar né hraktar fréttir Fréttablaðsins um að búið sé að skrifa undir uppreist Árna. Árni Johnsen segir að sér hafi ekki verið tilkynnt formlega að honum hafi verið veitt uppreisn æru, en hann sótti um það í júní síðastliðnum. Handhafar forsetavalds skrifuðu undir nauðsynlega pappíra um þetta í fjarveru forseta Íslands að sögn Fréttablaðsins. Ef búið er að veita Árna Johnsen uppreist æru þýðir það að kjörgengi hans í alþingiskosningum í vor er óskorað. Aðspurður hvort hann hyggi á framboð í alþingiskosningum í vor ef rétt reynist að hann hafi óflekkað mannorð á ný sagði hann ekki tímabært að taka ákvörðun um það en nefndi að hann hefði fundið fyrir töluverðum þrýstingi frá kjósendum. Forseti getur veitt mönnum uppreist æru, samkvæmt 84ðu grein hegningarlaga, eftir fimm ár frá fullnustu refsingar, svo fremi sem brotið hafi verið fyrsta brot dæmda sem hefur skerðingu borgararéttinda í för með sér og að fangelsisvist hafi ekki numið meira en einu ári. Þessi frestur getur styst niður í tvö ár ef dæmdi hefur hegðað sér vel á þessu tímabili. Í febrúar voru tvö ár frá því Árni var látinn laus af Kvíabryggju og lagði hann því inn umsókn um uppreist æru til dómsmálaráðuneytisins í júní. Handhafar forsetavalds í fjarveru forseta Íslands, það er forsætisráðherra, forseti Alþingis og forseti hæstaréttar, skrifuðu að sögn Fréttablaðsins upp á skjal þessa efnis að tillögu dómsmálaráðherra Björns Bjarnasonar nú nýverið. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, hefur dvalið erlendis undanfarið í einkaerindum og því skrifuðu handhafar forsetavalds upp á beiðnina í fjarveru hans. Fyrir þá sem velta fyrir sér hvaðan orðið uppreisT með t-i komi, þá er þetta orð samkvæmt orðabók Menningarsjóðs kvenkyns nafnorð sem hefur sömu merkingu og orðið uppreisn. Ástæða fyrir því að þessi orðmynd er notuð í fréttum af þessu máli í öllum fjölmiðlum er sú að svona er þetta orðað í lögum um kosningar til Alþingis.
Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks Sjá meira