Flugvél BA hélt áfram ferð sinni í gærkvöld 27. ágúst 2006 10:15 MYND/Vilhelm Flugvélin frá British Airways sem lenti á Keflavíkurflugvelli á sjöunda tímanum í gærkvöld vegna reyks í farþegarými hélt áfram ferð sinni í gærkvöld eftir að búið var að rannsaka vélina. Farþegar fóru aldrei frá borði. Mikill viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli þegar tilkynning barst um að reykur bærist um farþegarými í þotu frá Biritish Ariways sem var á leið frá London til Denver í Bandaríkjunum. 270 manns voru um borð í vélinni sem er af gerðinni Boing 777. Hátt í 300 manna lið var ræst út en sökum þess hversu atburðarrásin var hröð var mörgum snúið við áður en þeir mættu til aðgerða. Vélin var ekki nema um 50 mílur frá landi þegar áhöfnin varð reyksins var og ákvað að snúa til lendingar í Keflavík. Innan við tíu mínútum seinna var vélin lent og menn frá slökkviliði og flugmálayfirvöldum fóru um borð. Reykurinn kom frá brauðvél og virðist rafkerfi eða mótor í henni hafa brunnið yfir með þessum afleiðingum. Lendingin gekk giftursamlega en flugvélin var yfirhlaðin af eldsneyti sem ekki var hægt að losa úr vélinni við kringumstæður þar sem grunur lék á eldi um borð. Það varð því að yfirfara lendingarbúnað áður en hægt var að halda vélinni áfram. Vélin var dregin að landgangi á Leifsstöð en flugfélagið ákvað að hleypa farþegum ekki frá borði væntanlega til þess að spara kostnað. Flugfarþegarnir biðu því um borð í vélinni allt þar til vélin hélt áfram, áleiðis til Bandaríkjanna klukkan hálftíu í gærkvöld - þremur og hálfri klukkustund eftir að henni var lent. Að sögn fulltrúa sýslumanns á Keflavíkurflugvelli og flugmálayfirvalda sem fóru um borð í vélina virtust farþegar nokkuð rólegir og yfirvegaðir þrátt fyrir atburðinn og veifðu þeir til myndatökumanna skömmu fyrir brottför þrátt fyrir að hafa þurft að dúsa í vélinn á fjórðu klukkustund. Aðgerðir gengu vel á vellinum í gærkvöld, að sögn þeirra sem stýrðu aðgerðum. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Sjá meira
Flugvélin frá British Airways sem lenti á Keflavíkurflugvelli á sjöunda tímanum í gærkvöld vegna reyks í farþegarými hélt áfram ferð sinni í gærkvöld eftir að búið var að rannsaka vélina. Farþegar fóru aldrei frá borði. Mikill viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli þegar tilkynning barst um að reykur bærist um farþegarými í þotu frá Biritish Ariways sem var á leið frá London til Denver í Bandaríkjunum. 270 manns voru um borð í vélinni sem er af gerðinni Boing 777. Hátt í 300 manna lið var ræst út en sökum þess hversu atburðarrásin var hröð var mörgum snúið við áður en þeir mættu til aðgerða. Vélin var ekki nema um 50 mílur frá landi þegar áhöfnin varð reyksins var og ákvað að snúa til lendingar í Keflavík. Innan við tíu mínútum seinna var vélin lent og menn frá slökkviliði og flugmálayfirvöldum fóru um borð. Reykurinn kom frá brauðvél og virðist rafkerfi eða mótor í henni hafa brunnið yfir með þessum afleiðingum. Lendingin gekk giftursamlega en flugvélin var yfirhlaðin af eldsneyti sem ekki var hægt að losa úr vélinni við kringumstæður þar sem grunur lék á eldi um borð. Það varð því að yfirfara lendingarbúnað áður en hægt var að halda vélinni áfram. Vélin var dregin að landgangi á Leifsstöð en flugfélagið ákvað að hleypa farþegum ekki frá borði væntanlega til þess að spara kostnað. Flugfarþegarnir biðu því um borð í vélinni allt þar til vélin hélt áfram, áleiðis til Bandaríkjanna klukkan hálftíu í gærkvöld - þremur og hálfri klukkustund eftir að henni var lent. Að sögn fulltrúa sýslumanns á Keflavíkurflugvelli og flugmálayfirvalda sem fóru um borð í vélina virtust farþegar nokkuð rólegir og yfirvegaðir þrátt fyrir atburðinn og veifðu þeir til myndatökumanna skömmu fyrir brottför þrátt fyrir að hafa þurft að dúsa í vélinn á fjórðu klukkustund. Aðgerðir gengu vel á vellinum í gærkvöld, að sögn þeirra sem stýrðu aðgerðum.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Sjá meira