Marel kaupir danskan keppinaut 7. ágúst 2006 14:16 Marel hf. hefur keypt alla hluti í danska matvælavélaframleiðandanum Scanvægt International. Kaupverðið nemur 109,2 milljónum evra eða tæplega tíu milljörðum íslenskra króna. Í fréttatilkynningu frá Marel segir að með þessum samruna verði til nýtt og öflugt fyrirtæki á alþjóðlegum markaði með heildarlausnir fyrir matvælaiðnað. Bæði Marel og Scanvægt framleiða vogir, flokkara, úrbeiningar- og snyrtiflæðilínur, tölvustýrðar skurðarvélar og hugbúnað til framleiðslustýringar í matvælaiðnaði."Orðspor Scanvaegt er afar gott og vörur þess framúrskarandi. Hér sameina tveir öflugir aðilar krafta sína og búa til enn sterkara fyrirtæki með gríðarlega vaxtarmöguleika," segir Hörður Arnarson, forstjóri Marel."Við lítum á þetta sem stórt skref við innleiðingu á stefnu Marel sem tilkynnt var í febrúar sl. um að vera í forystu á alþjóðlegum markaði í þróun og markaðssetningu á þessu sviði og þrefalda veltu félagsins á næstu þremur til fimm árum. Sameinuð fyrirtækin geta aukið vöruúrvalið, lækkað kostnað og aukið hagnað bæði Marel og Scanvaegt þegar sameiningaráhrifin koma fram að fullu." Velta Marel samstæðunnar mun aukast um ríflega 100% á árinu 2006 með nýlegum kaupum á breska fyrirtækinu AEW Delford og nú með sameiningunni við Scanvaegt. Búist er við umtalsverðri söluaukningu nú þegar nýjar og spennandi vörur bætast við þær sem fyrir eru og sölukerfi fyrirtækjanna sameinast. Fyrirtækin tvö munu starfa áfram á markaði sem tvær aðskildar rekstrareiningar með sín eigin vörumerki. "Yfirtökur og sameiningar á þessum markaði hafa leitt af sér æ stærri fyrirtæki," segir Lars Grundtvig, stjórnarformaður Scanvaegt."Scanvaegt og Marel verða að stækka líka og ég er sannfærður um að sameining fyrirtækjanna mun leiða til arðvænlegs vaxtar og þróunar beggja aðila. Ég vildi sjá þetta gerast svo starfsfólk Scanvaegt fengi ný tækifæri til að þroskast og þróast með fyrirtæki sem hefur mikla möguleika á alþjóðlegum markaði og jafnframt að þjóna viðskiptavinum enn betur." Lárus Ásgeirsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Marel, mun leiða starfsemi Scanvaegt, ásamt Erik Steffensen núverandi framkvæmdastjóra og því stjórnunarteymi sem þar er. Sigurpáll Jónsson, framkvæmdastjóri þjónustusviðs Marel, mun jafnframt bætast í hóp stjórnenda. Lars Grundtvig og fjölskylda hans eignast með þessum viðskiptum 18% hlut í Marel og verða þriðji stærsti hluthafi fyrirtækisins.," Hjá Marel samstæðunni starfa nú yfir 2000 starfsmenn, þar af um 350 á Íslandi, um 795 í Danmörku, 380 í Bretlandi, auk starfsmanna á yfir 30 söluskrifstofum víða um heim. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Marel hf. hefur keypt alla hluti í danska matvælavélaframleiðandanum Scanvægt International. Kaupverðið nemur 109,2 milljónum evra eða tæplega tíu milljörðum íslenskra króna. Í fréttatilkynningu frá Marel segir að með þessum samruna verði til nýtt og öflugt fyrirtæki á alþjóðlegum markaði með heildarlausnir fyrir matvælaiðnað. Bæði Marel og Scanvægt framleiða vogir, flokkara, úrbeiningar- og snyrtiflæðilínur, tölvustýrðar skurðarvélar og hugbúnað til framleiðslustýringar í matvælaiðnaði."Orðspor Scanvaegt er afar gott og vörur þess framúrskarandi. Hér sameina tveir öflugir aðilar krafta sína og búa til enn sterkara fyrirtæki með gríðarlega vaxtarmöguleika," segir Hörður Arnarson, forstjóri Marel."Við lítum á þetta sem stórt skref við innleiðingu á stefnu Marel sem tilkynnt var í febrúar sl. um að vera í forystu á alþjóðlegum markaði í þróun og markaðssetningu á þessu sviði og þrefalda veltu félagsins á næstu þremur til fimm árum. Sameinuð fyrirtækin geta aukið vöruúrvalið, lækkað kostnað og aukið hagnað bæði Marel og Scanvaegt þegar sameiningaráhrifin koma fram að fullu." Velta Marel samstæðunnar mun aukast um ríflega 100% á árinu 2006 með nýlegum kaupum á breska fyrirtækinu AEW Delford og nú með sameiningunni við Scanvaegt. Búist er við umtalsverðri söluaukningu nú þegar nýjar og spennandi vörur bætast við þær sem fyrir eru og sölukerfi fyrirtækjanna sameinast. Fyrirtækin tvö munu starfa áfram á markaði sem tvær aðskildar rekstrareiningar með sín eigin vörumerki. "Yfirtökur og sameiningar á þessum markaði hafa leitt af sér æ stærri fyrirtæki," segir Lars Grundtvig, stjórnarformaður Scanvaegt."Scanvaegt og Marel verða að stækka líka og ég er sannfærður um að sameining fyrirtækjanna mun leiða til arðvænlegs vaxtar og þróunar beggja aðila. Ég vildi sjá þetta gerast svo starfsfólk Scanvaegt fengi ný tækifæri til að þroskast og þróast með fyrirtæki sem hefur mikla möguleika á alþjóðlegum markaði og jafnframt að þjóna viðskiptavinum enn betur." Lárus Ásgeirsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Marel, mun leiða starfsemi Scanvaegt, ásamt Erik Steffensen núverandi framkvæmdastjóra og því stjórnunarteymi sem þar er. Sigurpáll Jónsson, framkvæmdastjóri þjónustusviðs Marel, mun jafnframt bætast í hóp stjórnenda. Lars Grundtvig og fjölskylda hans eignast með þessum viðskiptum 18% hlut í Marel og verða þriðji stærsti hluthafi fyrirtækisins.," Hjá Marel samstæðunni starfa nú yfir 2000 starfsmenn, þar af um 350 á Íslandi, um 795 í Danmörku, 380 í Bretlandi, auk starfsmanna á yfir 30 söluskrifstofum víða um heim.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira