Lífið

Magni slær í gegn

Tommy Lee sagði aðeins eitt orð til að lýsa söng Magna: "Magnificent!"
Tommy Lee sagði aðeins eitt orð til að lýsa söng Magna: "Magnificent!" Mynd/Hrönn Axelsdóttir
Magni Ásgeirsson, söngvarinn austfirski sem keppir nú um að komast í hljómsveitina Supernova, hlaut mikið hól fyrir frammistöðu sína í veruleikaþáttunum Rockstar Supernova í gærkvöldi og var aldrei á meðal þeirra fimm sem um tíma voru í hættu á að detta út.

Tommy Lee, fyrrum trommari Mötley Crue, sem hefur gagnrýnt keppendur hvað harðast, hafði aðeins eitt orð um aðdáun sína á flutningi Magna: Magnificent! Kanadísk söngkona, Jenny Galt, fékk hins vegar reisupassann og var send heim í gærkvöldi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×