Lífið

Magni er kominn áfram

Magni Ásgeirsson er kominn áfram í Rockstar Supernova veruleikaþættinum sem fram fer í Bandaríkjunum. Hann var ekki á meðal þeirra þriggja neðstu sem þurfa að sanna sig fyrir hljómsveitinni.

Magni er einn af 15 þátttakendum í keppninni um söngvara hljómsveitarinnar Supernova sem er skipuð Tommy Lee úr Motley Crüe, Jason Newstead úr Metallica og Gilby Clarke úr Guns N'Roses.

Nú eru tveir keppendur dottnir út, þeir Matt og Chris, en Magni heldur áfram í næstu viku, í 13 manna úrslitum þáttarins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×