Lífið

Kapphlaupið mikla

Danski fáninn á Hróarskeldu
MYND/ Adam Scott

Eftir lestarferð til Hróarskeldu og ferð með leigubíl á skrifstofuna til að fá armband var kominn tími til að fara inná tónleikasvæðið og setja upp tjöldin. Tíminn var ekki að vinna með okkur og upphófst einhver sú viðamesta leit að tjaldstæði sem ég hef tekið þátt í. Veit ekki hvað tónleikasvæðið er stórt í ferkílómetrum en það er stórt. ÓJÁ. Hvert einasta tjaldstæðið var stútfullt og verðirnir afar strangir á að ekki sé tjaldað utan hvítu línanna sem merktar eru í jörðu. Mig dreymdi þessar línur í nótt. Þeir sögðu okkur líka, að klukkustund áður en tónleikasvæðið opnaði sl. sunnudagsmorgun voru grirðingarnar rifnar niður þar sem fólkið gat ekki hamið sig og varð að komast inn og tjalda.

Við þrömmuðum um svæðin í von um að finna eitthvað afdrep til að tjalda á, en fyrr en varði rann það upp fyrir okkur að tjaldsvæði "F" var það eina sem í boði var og að sjálfsögðu í augnkontakt við klósettin og stærsta tónleikasviðið:). Danirnir sem vinna hérna voru nú ekki mikið að stressa sig, sögðu okkur bara að leggja okkur á jörðina og bíða eftir að birti, þá mætti efalaust finna eins og einn fermeter til að tjalda á.

Í kolniðamyrkri var tjöldunum hent upp (það sást í morgun) og eftir að hafa sofnað um miðja nótt við söngl í svíunum í næsta tjaldi, var vaknað við mikinn hita og með strengi í öllum líkamanum eftir kapphlaupið mikla í nótt. Svo þið sjáið að þetta er allt á réttri leið og maður er að komast í rétta gírinn fyrir kvöldið Nú þarf líka að ákveða á hvaða tónlist á að hlusta á í kvöld, maður er víst komin hingað til þess.

Hendi inn myndum seinna í dag;)

Kveðja úr góða veðrinu.

Hadda








Fleiri fréttir

Sjá meira


×