Lögregla vinnur með skemmtistöðum gegn ofbeldi 18. júní 2006 18:53 Lögreglan í Reykjavík hefur tekið upp samstarf við þrjá skemmtistaði í miðborginni þar sem talstöðvum og eftirlitsmyndavélum er beitt til að reyna að draga úr ofbeldi í miðborginni. Samstarfið sem hófst um síðustu helgi hefur þegar gefið góða raun því viðbragðstími lögreglu vegna atvika hefur styst mjög mikið. Ofbeldismál í miðborginni haf verið í kastljósi fjölmiðla undanfarin ár. Reglulega berast fréttir af fólskulegum og grófum árásum, nú síðast í gær þar sem karlmaður var stunginn í kviðinn á veitingastað við Laugaveginn í fyrrinótt. Til þess að reyna að stemma stigu við ofbeldi og auka öryggi í miðborginni hefur lögreglan tekið upp samstarf við dyraverði á þremur stöðum í miðborginni. Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir dyraverðina í sérstökum vestum þannig að þeir sjáist vel í öryggismyndavélunum. Þá séu þeir einnig með talstöðvar og geti kallað á lögregluna þannig að hún sé mun fljótari á vettvang en ella.Staðirnir þrír sem um ræðir eru Dubliner, Café Amsterdam og Gaukur á Stöng. Talstöðvarnar gera dyravörðunum á stöðunum einnig kleift að kalla eftir aðstoð hver frá öðrum þar sem þeir eru allir á sama svæðinu. Þórður Ásgeirsson, yfirdyravörður á Gauknum segir samstarfið stytta mjög viðbragðstíma lögreglu og að þegar hafi reynt á það. Það hafi gerst bæði um þessa og þá síðustu og allt hafi gengið mjög vel. Öll samskipti við lögreglu séu auk þess mun betri.Geir Jón segist vilja sjá samstarf við fleiri staði í miðbænum á næstunni og þegar allir verði komnir inn í samstarfið geti ofbeldismenn hvergi komist inn því staðirnir láti hver aðra vita af þeim ekki hegða sér vel. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Lögreglan í Reykjavík hefur tekið upp samstarf við þrjá skemmtistaði í miðborginni þar sem talstöðvum og eftirlitsmyndavélum er beitt til að reyna að draga úr ofbeldi í miðborginni. Samstarfið sem hófst um síðustu helgi hefur þegar gefið góða raun því viðbragðstími lögreglu vegna atvika hefur styst mjög mikið. Ofbeldismál í miðborginni haf verið í kastljósi fjölmiðla undanfarin ár. Reglulega berast fréttir af fólskulegum og grófum árásum, nú síðast í gær þar sem karlmaður var stunginn í kviðinn á veitingastað við Laugaveginn í fyrrinótt. Til þess að reyna að stemma stigu við ofbeldi og auka öryggi í miðborginni hefur lögreglan tekið upp samstarf við dyraverði á þremur stöðum í miðborginni. Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir dyraverðina í sérstökum vestum þannig að þeir sjáist vel í öryggismyndavélunum. Þá séu þeir einnig með talstöðvar og geti kallað á lögregluna þannig að hún sé mun fljótari á vettvang en ella.Staðirnir þrír sem um ræðir eru Dubliner, Café Amsterdam og Gaukur á Stöng. Talstöðvarnar gera dyravörðunum á stöðunum einnig kleift að kalla eftir aðstoð hver frá öðrum þar sem þeir eru allir á sama svæðinu. Þórður Ásgeirsson, yfirdyravörður á Gauknum segir samstarfið stytta mjög viðbragðstíma lögreglu og að þegar hafi reynt á það. Það hafi gerst bæði um þessa og þá síðustu og allt hafi gengið mjög vel. Öll samskipti við lögreglu séu auk þess mun betri.Geir Jón segist vilja sjá samstarf við fleiri staði í miðbænum á næstunni og þegar allir verði komnir inn í samstarfið geti ofbeldismenn hvergi komist inn því staðirnir láti hver aðra vita af þeim ekki hegða sér vel.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira