Innlent

Bjargað úr sundlaug í Reykjanesi

Maður slasaðist í sundlauginni í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp í nótt og lá meðvitundarlaus á laugarbotninum, og farinn að blána, þegar félagar hans fundu hann. Hann greip strax andann þegar hann var kominn upp á laugarbakkann en ákveðið var að kalla eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar, sem sótti manninn og kom með hann að Landsspítalanum í Fossvogi klukkan hálfsjö í morgun. Maðurinn mun ekki vera í lífshættu, en málsatvik liggja ekki fyrir.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.