Samkeppniseftirlitið sýknað af kröfum Sjóvás 31. maí 2006 17:53 MYND/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Samkeppniseftirlitið af kröfum Sjóvás - Almennra vegna úrskurðar áfrýjunarnefndar samkeppnismála í tengslum við ólöglegt samráð stóru tryggingarfélaganna. Tuttugu og sjö milljóna króna sekt Sjóvás - Almennra stendur því óhreyfð. Forsaga málsins er sú að í júlí 2002 leitaði aðili sem starfar við bifreiðaréttingar og sprautun til Samkeppnisstofnunar vegna aðgerða vátryggingafélaganna í tengslum við innleiðingu svokallaðs Cabas-tjónamatskerfis. Taldi aðilinn að vátryggingafélögin hefðu haft samráð um greiðslur fyrir hverra unna einingu í kerfinu. Samkeppnisstofnun tók málið til rannsóknar og komst að þeirri niðurstöðu að VÍS, Tryggingamiðstöðin og Sjóvá hefðu haft með sér samráð í málinu og gaf félögunum kost á að tjá sig munnlega um efni málsins. Áður en til þess kom óskaði VÍS eftir viðræðum við Samkeppnisstofnun um að ljúka málinu með sátt og greiddi félagið fimmtán milljónir króna í stjórnvaldssekt. Sama gerði Tryggingamiðstöðin og greiddi átján og hálfa milljón í sekt vegna samráðsins. Sjóvá taldi sig hins vegar ekki hafa brotið samkeppnislög. Því hélt málið áfram og var Sjóvá dæmt til greiðslu 27 milljóna króna í sekt. Þá ákvörðun kærði Sjóvá til áfrýjunarnefndar samkeppnismála sem staðfesti úrskurð samkeppnisráðs. Í kjölfar úrskurðarins höfðaði Sjóvá-Almennar mál gegn Samkeppniseftirlitinu til þess að fá úrskurðinum hnekkt. Þeirri kröfu hafnaði héraðsdómur nú í vikunni og því stendur sektargreiðslan. Voru Sjóvá-Almennar auk þess dæmdar til að greiða málskostnað. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Samkeppniseftirlitið af kröfum Sjóvás - Almennra vegna úrskurðar áfrýjunarnefndar samkeppnismála í tengslum við ólöglegt samráð stóru tryggingarfélaganna. Tuttugu og sjö milljóna króna sekt Sjóvás - Almennra stendur því óhreyfð. Forsaga málsins er sú að í júlí 2002 leitaði aðili sem starfar við bifreiðaréttingar og sprautun til Samkeppnisstofnunar vegna aðgerða vátryggingafélaganna í tengslum við innleiðingu svokallaðs Cabas-tjónamatskerfis. Taldi aðilinn að vátryggingafélögin hefðu haft samráð um greiðslur fyrir hverra unna einingu í kerfinu. Samkeppnisstofnun tók málið til rannsóknar og komst að þeirri niðurstöðu að VÍS, Tryggingamiðstöðin og Sjóvá hefðu haft með sér samráð í málinu og gaf félögunum kost á að tjá sig munnlega um efni málsins. Áður en til þess kom óskaði VÍS eftir viðræðum við Samkeppnisstofnun um að ljúka málinu með sátt og greiddi félagið fimmtán milljónir króna í stjórnvaldssekt. Sama gerði Tryggingamiðstöðin og greiddi átján og hálfa milljón í sekt vegna samráðsins. Sjóvá taldi sig hins vegar ekki hafa brotið samkeppnislög. Því hélt málið áfram og var Sjóvá dæmt til greiðslu 27 milljóna króna í sekt. Þá ákvörðun kærði Sjóvá til áfrýjunarnefndar samkeppnismála sem staðfesti úrskurð samkeppnisráðs. Í kjölfar úrskurðarins höfðaði Sjóvá-Almennar mál gegn Samkeppniseftirlitinu til þess að fá úrskurðinum hnekkt. Þeirri kröfu hafnaði héraðsdómur nú í vikunni og því stendur sektargreiðslan. Voru Sjóvá-Almennar auk þess dæmdar til að greiða málskostnað.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Sjá meira