Innlent

Áhorfendur virkjaðir í kosningasjónvarpi

Áhorfendur kosningasjónvarps NFS, Stöðvar 2 og tengdra miðla verða virkjaðir á laugardagskvöld þegar þeir geta sent myndir og myndskeið af kosningavökum og -partíum víðs vegar um land. Það eina sem þarf til er farsími með myndavél.

Eins og greindum frá í fréttum í gærkvöld stendur fréttastofa NFS fyrir viðamikilli kosningavöku að kvöldi laugardags. Kosningavakan verður send út á NFS og Stöð 2 í opinni dagskrá og henni verður einnig útvarpað á Talstöðinni, FM 90,9. Þá verða nýjustu tölur einnig birtar á vefmiðlinum Vísi, en þar getur fólk í útlöndum einnig nálgast beina útsendingu frá kosningavökunni.

Þá hyggst NFS nýta sér nýjustu tækni til að virkja þjóðina. Elín Sveinsdóttir, annar umsjónarmanna kosningavöku NFS, segir að aðstandendur hennar hafi langað til að koma af stað gangvirkni milli áhorfanda og útsendingar með því að virkja nýju símana með myndavélunum. Fólk geti sent myndir af kosningavökum og úr partíum og vonandi berist skemmtileg myndbrot af stemmningunni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×