Innlent

Einn og hálfur milljarður í nefndastörf

Jóhanna Sigurðardóttir óskaði eftir upplýsingum um umfang og kostnað við nefndastörf á vegum hins opinbera.
Jóhanna Sigurðardóttir óskaði eftir upplýsingum um umfang og kostnað við nefndastörf á vegum hins opinbera. MYND/Vilhelm

Heildarkostnaður ríkissjóðs vegna nefndastarfa á vegum ráðuneyta nam nær einum og hálfum milljarði króna á síðasta ári. Tæplega helmingur þeirrar upphæðar er til kominn vegna starfa einkavæðingarnefndar.

Þetta kemur fram í svari forsætisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar. Alls voru tæplega 4.700 manns í nefndum, þar af rúmlega 2.000 hjá menntamálaráðuneyti.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×