Ökumaður fólksbíls var fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri eftir árekstur á Ólafsfjarðarvegi í kvöld. Bíll sem kom úr norðri lenti utan í bíl á leið í gagnstæða átt, fór út af veginum og valt áður en hann stöðvaðist á toppnum.
Ökumaður bílsins sem valt var fluttur á sjúkrahús en meiðsl hans voru talin minniháttar. Tveir fullorðnir og tvö börn í hinum bílnum sluppu án meiðsla.