Innlent

Málsvarnarlaun og sakarkostnaður nema á sjötta tug milljóna

Þau málsvarnarlaun og sakarkostnaður sem greiðast úr ríkissjóði vegna sýknudóms í Baugsmálinu sem féll í dag nema vel á sjötta tug milljóna króna. Málsvarnarlaun Gests Jónssonar nema samkvæmt dómnum 15 milljónum króna, laun Einars Þórs Sverrissonar sex milljónum, Kristínar Edwald 7,2 milljónum, Jakobs R. Möller hrl. 4,4 milljónum og Þórunnar Guðmundsdóttur 8,2 milljónum króna. Annar sakarkostnaður, samtals 16.874.295 krónur, greiðist einnig úr ríkissjóði.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×