Innlent

Úrskurði um aðskilnað í Baugsmáli snúið í Hæstarétti

Hæstiréttur sneri í dag við úrskurði héraðsdóms frá 31.janúar síðastliðnum um að aðskilja mál endurskoðenda Baugs frá máli stjórnenda fyrirtækisins. Hæstiréttur hafnaði þessum úrskurði og segir að málið verði að taka fyrir í heild sinni.

Dómendur í héraðsdómi ákváðu að skilja mál endurskoðenda frá máli stjórnenda þar sem aðeins fáir ákæruliðir snúi að endurskoðendum. Þetta var gert til þess að mál þeirra tefðist ekki í aðalmeðferðinni þar sem málið allt er stórt og á eftir að taka langan tíma. Sækjendur og verjendur mótmæltu þessum úrskurði allir og því var málinu vísað til hæstaréttar.

Úrskurðurinn felur í sér að málið skuli tekið fyrir eins fljótt og auðið er en í dómi héraðsdóms var kveðið á um frestun um óákveðinn tíma hvað varðar þátt stjórnendanna en til stóð að taka fyrir þau ákæruatriði sem snúa að endurskoðendunum í héraðsdómi á morgun og hinn. Ekki er ljóst hvort af því verður í ljósi nýfallins dóms.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×