Fazmofélagi kýldi Sveppa 9. janúar 2006 19:09 Ofbeldismaður, sem oft hefur verið kærður fyrir líkamlegt ofbeldi, kýldi Sverri Þór Sverrisson úr Strákunum í miðbæ Reykjavíkur um helgina. Á heimasíðunni tveir.is tekur hann á móti áskorunum eins og Strákarnir á Stöð 2. Þeir sem standa að síðunni eru úr fazmo-genginu svokallaða en á síðunni mæla þeir gegn ofbeldi. Ráðist var á Sverri Þór Sverrisson eða Sveppa eins og hann er oftast kallaður fyrir utan Hverfisbarinn aðfaranótt sunnudags og hann kýldur í andlitið. Eins og greint var frá í DV í dag lék Sveppi í leiksýningunni Kalli á þakinu á sunnudeginum og mátti sjá hann þar með glóðarauga. Sveppi sagðist í samtali við NFS í dag ekki hafa tekið ákvörðun um hvort hann ætlaði að kæra árásina en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Árásarmaðurinn er í vinahópi sem hefur verið kallaður fazmo-hópurinn og hélt meðal annars úti heimasíðu á síðasta ári. Á heimasíðunni mátti finna sögur um slagsmál hópmeðlima þar sem þeir gortuðu sig af líkamsárásum. Fjallað var um síðuna í fjölmiðlum og voru gortsögurnar fjarlægðar. Síðar á árinu ákváðu einhverjir hópmeðlima að snúa við blaðinu og taka þátt í starfi gegn ofbeldi með v-dagssamtökunum og má lesa um það á nýlegri síðu sem kallast tveir.is. Hvort slagorðið ofbeldið burt hjá Fazmo-strákunum eigi bara við um ofbeldi gegn konum liggur ekki fyrir. Á sömu síðu er áskoranahorn þar sem sá sem réðst á Sveppa tekur við áskorunum gesta síðunnar. Þessar áskoranir má svo horfa á á síðunni og er ekki hægt að segja annað en þeim svipi mjög til þeirra áskorana sem Sveppi tekur ásamt félögum sínum í þættinum Strákunum á Stöð 2. Af því mætti kannski ætla að árásarmaðurinn virtist hafa eitthvert dálæti á Strákunum eða alla vega á uppátækjum þeirra. En þær áskornir sem hann hefur tekið sér fyrir hendur er meðal annars að pissa á sig og láta júdókappa berja á sér. Á síðunni má einnig sjá mynd af Auðuni Blöndal, félaga Sveppa úr Strákunum. Samkvæmt heimildum NFS hefur árásarmaðurinn verið kærður 28 sinnum fyrir líkamsárásir frá árinu 1998. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Sjá meira
Ofbeldismaður, sem oft hefur verið kærður fyrir líkamlegt ofbeldi, kýldi Sverri Þór Sverrisson úr Strákunum í miðbæ Reykjavíkur um helgina. Á heimasíðunni tveir.is tekur hann á móti áskorunum eins og Strákarnir á Stöð 2. Þeir sem standa að síðunni eru úr fazmo-genginu svokallaða en á síðunni mæla þeir gegn ofbeldi. Ráðist var á Sverri Þór Sverrisson eða Sveppa eins og hann er oftast kallaður fyrir utan Hverfisbarinn aðfaranótt sunnudags og hann kýldur í andlitið. Eins og greint var frá í DV í dag lék Sveppi í leiksýningunni Kalli á þakinu á sunnudeginum og mátti sjá hann þar með glóðarauga. Sveppi sagðist í samtali við NFS í dag ekki hafa tekið ákvörðun um hvort hann ætlaði að kæra árásina en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Árásarmaðurinn er í vinahópi sem hefur verið kallaður fazmo-hópurinn og hélt meðal annars úti heimasíðu á síðasta ári. Á heimasíðunni mátti finna sögur um slagsmál hópmeðlima þar sem þeir gortuðu sig af líkamsárásum. Fjallað var um síðuna í fjölmiðlum og voru gortsögurnar fjarlægðar. Síðar á árinu ákváðu einhverjir hópmeðlima að snúa við blaðinu og taka þátt í starfi gegn ofbeldi með v-dagssamtökunum og má lesa um það á nýlegri síðu sem kallast tveir.is. Hvort slagorðið ofbeldið burt hjá Fazmo-strákunum eigi bara við um ofbeldi gegn konum liggur ekki fyrir. Á sömu síðu er áskoranahorn þar sem sá sem réðst á Sveppa tekur við áskorunum gesta síðunnar. Þessar áskoranir má svo horfa á á síðunni og er ekki hægt að segja annað en þeim svipi mjög til þeirra áskorana sem Sveppi tekur ásamt félögum sínum í þættinum Strákunum á Stöð 2. Af því mætti kannski ætla að árásarmaðurinn virtist hafa eitthvert dálæti á Strákunum eða alla vega á uppátækjum þeirra. En þær áskornir sem hann hefur tekið sér fyrir hendur er meðal annars að pissa á sig og láta júdókappa berja á sér. Á síðunni má einnig sjá mynd af Auðuni Blöndal, félaga Sveppa úr Strákunum. Samkvæmt heimildum NFS hefur árásarmaðurinn verið kærður 28 sinnum fyrir líkamsárásir frá árinu 1998.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Sjá meira