Spurt verður hvaðan peningarnir komi 28. október 2006 19:33 Aðalritstjóri Ekstra blaðsins danska segir marga spyrja sig hvernig svo fámenn þjóð eins og Ísland geti fjárfest eins mikið og raun beri vitni. Spurt sé hvaðan peningarnir komi og blaðið reyni að svara því. Árni Matihesen, fjármálaráðherra, segir það koma sér á óvart að blaðið boði umfjöllun um íslenska útrás. Krónan lækkað um 2% í gær, sem er mesta lækkun hennar á einum degi í hálft ár. Talið er að rekja megi þessa lækkun til boðaðrar umfjöllunar danska Ekstra-blaðsins um útrás Íslendinga sem hefst á morgun. Í tilkynningu frá blaðinu í gær segir að rannsóknarblaðamenn hafi farið ofaní saumana á íslenska efnahagsundrinu og ætli að kynna fyrir lesendum blaðsins viðskiptamódel sem að komi bófar og háttsettir stjórnmálamenn og þar sem síslað sé með milljarða króna. Lofað er umfjöllun um blákaldan veruleika sem taki fram villtasta skáldskap. Þeir sérfræðingar í íslensku fjármálalífi sem fréttastofa ræddi við í dag eiga ekki von á að áhrif umfjöllunar blaðsins verði meiri og þau í raun komin fram. Árni Mathiesen, fjármálaráðherra, segir það koma sér á óvart að Ekstra-blaðið boði umfjöllun sem þessa. Hann viti ekki til þess að til séu neinar upplýsingar í þessa veru sem gefi tilefni til umfjöllunar eins og þessarar. Það laga- og reglugerðaumhverfi sem gildi um þessi mál fjalli hér á landi sé nákvæmlega það sama og í öðrum Evrópulöndum, til að mynda Danmörku. Árni segir nýlega búið að taka út íslenska eftirlitskerfið hvað þetta varði og á svipuðum tíma á Norðurlöndunum. Öll fái kerfin svipaða einkunn sem sé góð. Hans Engel, aðalritstjóri Ekstra-blaðsins segir að fólk muni sjá mjög dularfullu hluti í umfjöllun blaðsins á næstu dögum. Peningar séu fluttir milli landa og notaðir til gríðarlegra fjárfestinga í Danmörku. Hann spyr hvernig geti svo fámenn þjóð fjárfest í þetta miklu magni, hvaðan komi peningarnir. Hann segist viss um að margir séu áhugasmir um að fá svör við því. Fréttir Innlent Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Aðalritstjóri Ekstra blaðsins danska segir marga spyrja sig hvernig svo fámenn þjóð eins og Ísland geti fjárfest eins mikið og raun beri vitni. Spurt sé hvaðan peningarnir komi og blaðið reyni að svara því. Árni Matihesen, fjármálaráðherra, segir það koma sér á óvart að blaðið boði umfjöllun um íslenska útrás. Krónan lækkað um 2% í gær, sem er mesta lækkun hennar á einum degi í hálft ár. Talið er að rekja megi þessa lækkun til boðaðrar umfjöllunar danska Ekstra-blaðsins um útrás Íslendinga sem hefst á morgun. Í tilkynningu frá blaðinu í gær segir að rannsóknarblaðamenn hafi farið ofaní saumana á íslenska efnahagsundrinu og ætli að kynna fyrir lesendum blaðsins viðskiptamódel sem að komi bófar og háttsettir stjórnmálamenn og þar sem síslað sé með milljarða króna. Lofað er umfjöllun um blákaldan veruleika sem taki fram villtasta skáldskap. Þeir sérfræðingar í íslensku fjármálalífi sem fréttastofa ræddi við í dag eiga ekki von á að áhrif umfjöllunar blaðsins verði meiri og þau í raun komin fram. Árni Mathiesen, fjármálaráðherra, segir það koma sér á óvart að Ekstra-blaðið boði umfjöllun sem þessa. Hann viti ekki til þess að til séu neinar upplýsingar í þessa veru sem gefi tilefni til umfjöllunar eins og þessarar. Það laga- og reglugerðaumhverfi sem gildi um þessi mál fjalli hér á landi sé nákvæmlega það sama og í öðrum Evrópulöndum, til að mynda Danmörku. Árni segir nýlega búið að taka út íslenska eftirlitskerfið hvað þetta varði og á svipuðum tíma á Norðurlöndunum. Öll fái kerfin svipaða einkunn sem sé góð. Hans Engel, aðalritstjóri Ekstra-blaðsins segir að fólk muni sjá mjög dularfullu hluti í umfjöllun blaðsins á næstu dögum. Peningar séu fluttir milli landa og notaðir til gríðarlegra fjárfestinga í Danmörku. Hann spyr hvernig geti svo fámenn þjóð fjárfest í þetta miklu magni, hvaðan komi peningarnir. Hann segist viss um að margir séu áhugasmir um að fá svör við því.
Fréttir Innlent Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira