Í tillögum starfshópsins kemur fram að Fjármálaeftirlitið geti vikið bankaráðum og bankastjórnum frá og tekið vald hluthafafunda eða stofnfjáreigenda í félögunum. "Það er ekki lagalegur grundvöllur fyrir þessum hugmyndum starfshópsins. En hins vegar, ef það yrðu sett lög þá væri hætt við því að þau færu í bága við stjórnarskrá. Til dæmis eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar."
Í 72. grein íslensku stjórnarskrárinnar segir að eignarrétturinn sé friðhelgur. "Engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema að almenningsþörf krefji. Þarf til þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir," segir orðrétt í stjórnarskránni.
Aðeins neyðarréttarsjónarmið í lögum geta heimilað stjórnvöldum að grípa inn í starfsemi fyrirtækja í einkaeigu. Slík sjónarmið eru ekki fyrir hendi í íslenskum lögum.
Þau ríki sem hafa neyðarréttarsjónarmið innan sinna laga, geta aðeins beitt þeim ef til alvarlega aðstæðna kemur, sem varða almannaheill. Þær aðstæður, sem oftast eru nefndar í erlendum lögum, geta til dæmis skapast við stríðsátök eða náttúruhamfarir.

Í greinagerð starfshóps á vegum stjórnvalda, Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins kemur fram að æskilegt sé að Fjármálaeftirlitinu verði fært vald til þess að víkja frá stjórnum, bankastjórum eða framkvæmdastjórum fjármálafyrirtækja, og skipa í stöðurna að nýju.
Átta sig á mikilvægi bankanna

Almennt held ég að verið sé að velta upp hvernig væri hægt að bregðast við ímynduðum aðstæðum. Rétt eins og menn hugsa líklega um varnir gegn annarri vá, líkt og hvernig bregðast ætti við ef kjarnorkukafbátur sykki í landhelginni, segir hann og telur tilviljun hafa ráðið því að álit starfshópsins komi fram á sama tíma og fram fari frekar neikvæð umræða um bankakerfið.
Samræmið skiptir máli

Bjarni segist þó ekki hafa fylgst með vinnuferli starfshóps ráðuneytanna, Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins og geti því lítið tjáð sig um það hvaða aðstæður þyrftu að vera til að ráð yrðu tekin af fyrirtæki eða fjármálastofnun. Ég veit því ekki hvaða hagsmunir ríkisvaldsins væru fólgnir í því að grípa inn í með þeim hætti.