Gerðu heimildarmynd um aktívisma 2. nóvember 2006 16:15 Ný heimildarmynd þeirra um aktívisma hjá ungu fólki verður frumsýnd á næstunni. MYND/Hörður Háskólanemarnir Áslaug Einarsdóttir og Garðar Stefánsson hafa lokið við gerð heimildarmyndar um aktívisma hjá ungu fólki á Íslandi. Verður myndin sýnd í framhaldsskólum og er ætlun þeirra að vekja áhuga ungmenna á því að hafa áhrif á samfélag sitt með ýmiss konar aðferðum. "Ég vann hjá Amnesty International við að skrá fólk í samtökin og segja því frá Amnesty og tók eftir því að ungt fólk er mjög áhugasamt um aktívisma og að hafa áhrif á samfélagið. Það veit bara ekki hvaða leiðir eru notaðar og kannast ekki við hugtakið," segir Áslaug, sem leggur stund á mannfræði í háskólanum, en Garðar les aftur á móti hagfræði. "Í myndinni erum við að taka saman hvað er að gerast í íslenskum aktívisma hjá ungu fólki og sýna að það er hægt að fara margar leiðir til að hafa áhrif, t.d. fara í mótmælagöngur, halda tónleika eða skrifa bréf til stjórnvalda," segir Áslaug. Aðspurð segir hún aktívisma vera það að hafa með virkum hætti áhrif á samfélagið. "Þetta er mjög vítt og opið hugtak og nær yfir margar aðgerðir. Það fer eftir túlkun hvers og eins." Þau Áslaug og Garðar, sem unnu myndina í sameiningu, sóttu um styrk úr Nýsköpunarsjóði og sjóði fyrir ungt fólk í Evrópu til að vinna myndina, auk þess sem Amnesty International styrkti gerð hennar. Upptökur hófust í lok maí. "Við hittum mikið af frábæru fólki sem er að gera magnaða hluti. Við fórum upp á Kárahnjúka, mættum á alls konar samkomur og tókum viðtöl við fullt af fólki, meðal annars meðlimi félagsins Ísland-Palestína, fólk úr náttúrverndarbaráttu og félaga í Amnesty," segir Áslaug, sem starfar enn í hlutastarfi hjá samtökunum. Plötusnúðurinn Hermigervill, sem hefur gefið út tvær vel heppnaðar plötur, semur alla tónlistina í myndinni. Stefnt er á frumsýningu hennar í nóvember. Menning Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Hera Björk mun kynna stigin Lífið Fleiri fréttir Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Háskólanemarnir Áslaug Einarsdóttir og Garðar Stefánsson hafa lokið við gerð heimildarmyndar um aktívisma hjá ungu fólki á Íslandi. Verður myndin sýnd í framhaldsskólum og er ætlun þeirra að vekja áhuga ungmenna á því að hafa áhrif á samfélag sitt með ýmiss konar aðferðum. "Ég vann hjá Amnesty International við að skrá fólk í samtökin og segja því frá Amnesty og tók eftir því að ungt fólk er mjög áhugasamt um aktívisma og að hafa áhrif á samfélagið. Það veit bara ekki hvaða leiðir eru notaðar og kannast ekki við hugtakið," segir Áslaug, sem leggur stund á mannfræði í háskólanum, en Garðar les aftur á móti hagfræði. "Í myndinni erum við að taka saman hvað er að gerast í íslenskum aktívisma hjá ungu fólki og sýna að það er hægt að fara margar leiðir til að hafa áhrif, t.d. fara í mótmælagöngur, halda tónleika eða skrifa bréf til stjórnvalda," segir Áslaug. Aðspurð segir hún aktívisma vera það að hafa með virkum hætti áhrif á samfélagið. "Þetta er mjög vítt og opið hugtak og nær yfir margar aðgerðir. Það fer eftir túlkun hvers og eins." Þau Áslaug og Garðar, sem unnu myndina í sameiningu, sóttu um styrk úr Nýsköpunarsjóði og sjóði fyrir ungt fólk í Evrópu til að vinna myndina, auk þess sem Amnesty International styrkti gerð hennar. Upptökur hófust í lok maí. "Við hittum mikið af frábæru fólki sem er að gera magnaða hluti. Við fórum upp á Kárahnjúka, mættum á alls konar samkomur og tókum viðtöl við fullt af fólki, meðal annars meðlimi félagsins Ísland-Palestína, fólk úr náttúrverndarbaráttu og félaga í Amnesty," segir Áslaug, sem starfar enn í hlutastarfi hjá samtökunum. Plötusnúðurinn Hermigervill, sem hefur gefið út tvær vel heppnaðar plötur, semur alla tónlistina í myndinni. Stefnt er á frumsýningu hennar í nóvember.
Menning Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Hera Björk mun kynna stigin Lífið Fleiri fréttir Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira