Tvöföldun Suðurlands- og Vesturlandsvega kostar 20 milljarða 4. desember 2006 18:27 Tvöföldun Suðurlandsvegar að Selfossi og Vesturlandsvegar að Hvalfjarðargöngum myndi kosta um 20 milljarða - helmingi meira heldur en svokölluð tveir plús einn leið með vegriði. Sveitarstjórnarmenn í Ölfusi eru hins vegar ekki til viðræðu um annað en tvöföldun. Tveir létust vegna framúraksturs á Suðurlandsvegi um helgina. Menn hafa lengi barist fyrir tvöföldun Suðurlandsvegar og nú fyrir fáeinum vikum voru 52 krossar settir upp við veginn til að minnast þeirra sem þar hafa látist síðan 1972 í banaslysum. Nú bætist við krossana. Á sama tíma var sett upp heimasíða þar sem 9400 höfðu nú síðdegis skráð sig til að styðja baráttuna fyrir tvöföldun vegarins, þar af 2500 á síðustu tveimur sólarhringum. En fleiri leiðir hafa reynst vel. Þótt lítil reynsla sé komin á svokallaða 2+1 leið, þ.e. tvöföldun öðru megin, einfalt hinum megin og vegrið á milli, sem lögð var á kafla Suðurlandsvegar fyrir nokkrum mánuðum þá hefur ekkert banaslys orðið þar síðan, frekar en á þeim kafla Reykjanesbrautar sem var tvöfaldaður fyrir um tveimur árum. Aðspurður hvort sé meira áríðandi, miðað við þá peninga sem til eru í vegabætur, að setja vegrið eða tvöfalda þessar þrjár helstu þjóðleiðir frá Reykjavík, segir Sigurður Helgason hjá Umferðarstofu að vegrið sé grundvallaratriði, enda séu framanákeyrslur einhverjir hættulegustu árekstrar sem mannslíkaminn lendir í. Allar aðrar vegabætur séu bónus. Samkvæmt Jóni Rögnvaldssyni vegamálastjóri er sáralítill munur á því öryggi sem 2+1 leiðin með vegriði veitir, miðað við tvöföldun vega. Svíar hafi notað fyrrnefndu leiðina töluvert og það hafi gefist vel. Og tvöföldun er 50% dýrari, segir vegamálastjóri. Tvöföldun Suðurlandsvegar að Selfossi kostar um tólf milljarða. Tvöföldun Vesturlandsvegar frá Reykjavík að Hvalfjarðargöngum um átta milljarða. Tvöföldun kaflans yfir Hellisheiði að Hveragerði segir vegamálastjóri að myndi kosta 6 milljarða en sami kafli með tveir plús einn og vegriði hins vegar um 4 milljarða. "Það kostar álíka mikið að leggja tvöfalda Reykjanesbraut eins og það hefði kostað að leggja tveir plús einn veg suður í Leifsstöð, austur að Kambabrún og að Hvalfjarðargöngum," segir Sigurður Helgason. Fréttir Innlent Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fleiri fréttir Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Sjá meira
Tvöföldun Suðurlandsvegar að Selfossi og Vesturlandsvegar að Hvalfjarðargöngum myndi kosta um 20 milljarða - helmingi meira heldur en svokölluð tveir plús einn leið með vegriði. Sveitarstjórnarmenn í Ölfusi eru hins vegar ekki til viðræðu um annað en tvöföldun. Tveir létust vegna framúraksturs á Suðurlandsvegi um helgina. Menn hafa lengi barist fyrir tvöföldun Suðurlandsvegar og nú fyrir fáeinum vikum voru 52 krossar settir upp við veginn til að minnast þeirra sem þar hafa látist síðan 1972 í banaslysum. Nú bætist við krossana. Á sama tíma var sett upp heimasíða þar sem 9400 höfðu nú síðdegis skráð sig til að styðja baráttuna fyrir tvöföldun vegarins, þar af 2500 á síðustu tveimur sólarhringum. En fleiri leiðir hafa reynst vel. Þótt lítil reynsla sé komin á svokallaða 2+1 leið, þ.e. tvöföldun öðru megin, einfalt hinum megin og vegrið á milli, sem lögð var á kafla Suðurlandsvegar fyrir nokkrum mánuðum þá hefur ekkert banaslys orðið þar síðan, frekar en á þeim kafla Reykjanesbrautar sem var tvöfaldaður fyrir um tveimur árum. Aðspurður hvort sé meira áríðandi, miðað við þá peninga sem til eru í vegabætur, að setja vegrið eða tvöfalda þessar þrjár helstu þjóðleiðir frá Reykjavík, segir Sigurður Helgason hjá Umferðarstofu að vegrið sé grundvallaratriði, enda séu framanákeyrslur einhverjir hættulegustu árekstrar sem mannslíkaminn lendir í. Allar aðrar vegabætur séu bónus. Samkvæmt Jóni Rögnvaldssyni vegamálastjóri er sáralítill munur á því öryggi sem 2+1 leiðin með vegriði veitir, miðað við tvöföldun vega. Svíar hafi notað fyrrnefndu leiðina töluvert og það hafi gefist vel. Og tvöföldun er 50% dýrari, segir vegamálastjóri. Tvöföldun Suðurlandsvegar að Selfossi kostar um tólf milljarða. Tvöföldun Vesturlandsvegar frá Reykjavík að Hvalfjarðargöngum um átta milljarða. Tvöföldun kaflans yfir Hellisheiði að Hveragerði segir vegamálastjóri að myndi kosta 6 milljarða en sami kafli með tveir plús einn og vegriði hins vegar um 4 milljarða. "Það kostar álíka mikið að leggja tvöfalda Reykjanesbraut eins og það hefði kostað að leggja tveir plús einn veg suður í Leifsstöð, austur að Kambabrún og að Hvalfjarðargöngum," segir Sigurður Helgason.
Fréttir Innlent Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fleiri fréttir Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Sjá meira