Ægisdyr vilja frekari rannsóknir á jarðgöngum til Vestmannaeyja 28. júlí 2006 17:00 MYND/Gunnar V. Andrésson Ný skýrsla á vegum Ægisdyra metur kostnað við göng milli lands og Eyja tugum milljörðum lægra en nefnd samgönguráðuneytisins. Formaður Ægisdyra vill að jarðgöngum verði haldið uppi á borðinu þar til frekari rannsóknir hafa verið framkvæmdar. Forsvarsmenn Ægisdyra, félags áhugamanna um jarðgöng milli lands og Eyja, kynntu í gær nýja skýrslu um jarðgöng til Vestmannaeyja. Skýrslan var unnin fyrir Ægisdyr af ráðgjafarfyrirtækinu Multiconsult. Kostnaður við jarðgöngin er metinn á rúmlega átján milljarða auk rannsóknarkostnaðar. Nefnd á vegum samgönguráðuneytisins vann skýrslu að beiðni Vegagerðarinnar upp úr sömu rannsóknum en mat kostnaðinn mun meiri eða um 70 milljarða króna. Ingi Sigurðsson, formaður Ægisdyra, segir fyrri skýrsluna hafa túlkað rannsóknirnar á versta veg. Í skýrslu Ægisdyra komi fram að frekari rannsókna sé þörf en ef ekkert stórvægilegt komi upp á sé kostnaðurinn þetta lítill. Eftir að nefnd samgönguráðuneytisins lauk störfum á dögunum kynnti Sturla ríkisstjórninni að starfshópur myndi vinna að undirbúningi hafnargerðar við Bakkafjöru og leita að ákjósanlegri ferju. Ægisdyr krefjast þess nú að samgönguráðuneytið og bæjarstjórn í Vestmannaeyjum taki höndum saman og klári þær rannsóknir sem þarf til að meta möguleikana á göngum til Vestmannaeyja. Bora þurfi í landgrunninn við Heimaey og við land til að meta hversu dýr borunin muni verða. Þessar rannsóknir eigi að gera um leið og rannsóknir varðandi Bakkafjöru fara fram. Samgönguráðherra hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna skýrslu Ægisdyra þar sem tekið er fram að samgönguráðuneytið vinni að framtíðarlausnum í samgöngumálum Vestmannaeyja. Skýrsla Ægisdyra verði skoðuð en vinna við hafnargerð í Bakkafjöru mun halda áfram. Fréttir Innlent Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fréttaárið 2010: Morð og fjársvik Innlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fleiri fréttir Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Sjá meira
Ný skýrsla á vegum Ægisdyra metur kostnað við göng milli lands og Eyja tugum milljörðum lægra en nefnd samgönguráðuneytisins. Formaður Ægisdyra vill að jarðgöngum verði haldið uppi á borðinu þar til frekari rannsóknir hafa verið framkvæmdar. Forsvarsmenn Ægisdyra, félags áhugamanna um jarðgöng milli lands og Eyja, kynntu í gær nýja skýrslu um jarðgöng til Vestmannaeyja. Skýrslan var unnin fyrir Ægisdyr af ráðgjafarfyrirtækinu Multiconsult. Kostnaður við jarðgöngin er metinn á rúmlega átján milljarða auk rannsóknarkostnaðar. Nefnd á vegum samgönguráðuneytisins vann skýrslu að beiðni Vegagerðarinnar upp úr sömu rannsóknum en mat kostnaðinn mun meiri eða um 70 milljarða króna. Ingi Sigurðsson, formaður Ægisdyra, segir fyrri skýrsluna hafa túlkað rannsóknirnar á versta veg. Í skýrslu Ægisdyra komi fram að frekari rannsókna sé þörf en ef ekkert stórvægilegt komi upp á sé kostnaðurinn þetta lítill. Eftir að nefnd samgönguráðuneytisins lauk störfum á dögunum kynnti Sturla ríkisstjórninni að starfshópur myndi vinna að undirbúningi hafnargerðar við Bakkafjöru og leita að ákjósanlegri ferju. Ægisdyr krefjast þess nú að samgönguráðuneytið og bæjarstjórn í Vestmannaeyjum taki höndum saman og klári þær rannsóknir sem þarf til að meta möguleikana á göngum til Vestmannaeyja. Bora þurfi í landgrunninn við Heimaey og við land til að meta hversu dýr borunin muni verða. Þessar rannsóknir eigi að gera um leið og rannsóknir varðandi Bakkafjöru fara fram. Samgönguráðherra hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna skýrslu Ægisdyra þar sem tekið er fram að samgönguráðuneytið vinni að framtíðarlausnum í samgöngumálum Vestmannaeyja. Skýrsla Ægisdyra verði skoðuð en vinna við hafnargerð í Bakkafjöru mun halda áfram.
Fréttir Innlent Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fréttaárið 2010: Morð og fjársvik Innlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fleiri fréttir Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Sjá meira