Ægisdyr vilja frekari rannsóknir á jarðgöngum til Vestmannaeyja 28. júlí 2006 17:00 MYND/Gunnar V. Andrésson Ný skýrsla á vegum Ægisdyra metur kostnað við göng milli lands og Eyja tugum milljörðum lægra en nefnd samgönguráðuneytisins. Formaður Ægisdyra vill að jarðgöngum verði haldið uppi á borðinu þar til frekari rannsóknir hafa verið framkvæmdar. Forsvarsmenn Ægisdyra, félags áhugamanna um jarðgöng milli lands og Eyja, kynntu í gær nýja skýrslu um jarðgöng til Vestmannaeyja. Skýrslan var unnin fyrir Ægisdyr af ráðgjafarfyrirtækinu Multiconsult. Kostnaður við jarðgöngin er metinn á rúmlega átján milljarða auk rannsóknarkostnaðar. Nefnd á vegum samgönguráðuneytisins vann skýrslu að beiðni Vegagerðarinnar upp úr sömu rannsóknum en mat kostnaðinn mun meiri eða um 70 milljarða króna. Ingi Sigurðsson, formaður Ægisdyra, segir fyrri skýrsluna hafa túlkað rannsóknirnar á versta veg. Í skýrslu Ægisdyra komi fram að frekari rannsókna sé þörf en ef ekkert stórvægilegt komi upp á sé kostnaðurinn þetta lítill. Eftir að nefnd samgönguráðuneytisins lauk störfum á dögunum kynnti Sturla ríkisstjórninni að starfshópur myndi vinna að undirbúningi hafnargerðar við Bakkafjöru og leita að ákjósanlegri ferju. Ægisdyr krefjast þess nú að samgönguráðuneytið og bæjarstjórn í Vestmannaeyjum taki höndum saman og klári þær rannsóknir sem þarf til að meta möguleikana á göngum til Vestmannaeyja. Bora þurfi í landgrunninn við Heimaey og við land til að meta hversu dýr borunin muni verða. Þessar rannsóknir eigi að gera um leið og rannsóknir varðandi Bakkafjöru fara fram. Samgönguráðherra hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna skýrslu Ægisdyra þar sem tekið er fram að samgönguráðuneytið vinni að framtíðarlausnum í samgöngumálum Vestmannaeyja. Skýrsla Ægisdyra verði skoðuð en vinna við hafnargerð í Bakkafjöru mun halda áfram. Fréttir Innlent Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti Sjá meira
Ný skýrsla á vegum Ægisdyra metur kostnað við göng milli lands og Eyja tugum milljörðum lægra en nefnd samgönguráðuneytisins. Formaður Ægisdyra vill að jarðgöngum verði haldið uppi á borðinu þar til frekari rannsóknir hafa verið framkvæmdar. Forsvarsmenn Ægisdyra, félags áhugamanna um jarðgöng milli lands og Eyja, kynntu í gær nýja skýrslu um jarðgöng til Vestmannaeyja. Skýrslan var unnin fyrir Ægisdyr af ráðgjafarfyrirtækinu Multiconsult. Kostnaður við jarðgöngin er metinn á rúmlega átján milljarða auk rannsóknarkostnaðar. Nefnd á vegum samgönguráðuneytisins vann skýrslu að beiðni Vegagerðarinnar upp úr sömu rannsóknum en mat kostnaðinn mun meiri eða um 70 milljarða króna. Ingi Sigurðsson, formaður Ægisdyra, segir fyrri skýrsluna hafa túlkað rannsóknirnar á versta veg. Í skýrslu Ægisdyra komi fram að frekari rannsókna sé þörf en ef ekkert stórvægilegt komi upp á sé kostnaðurinn þetta lítill. Eftir að nefnd samgönguráðuneytisins lauk störfum á dögunum kynnti Sturla ríkisstjórninni að starfshópur myndi vinna að undirbúningi hafnargerðar við Bakkafjöru og leita að ákjósanlegri ferju. Ægisdyr krefjast þess nú að samgönguráðuneytið og bæjarstjórn í Vestmannaeyjum taki höndum saman og klári þær rannsóknir sem þarf til að meta möguleikana á göngum til Vestmannaeyja. Bora þurfi í landgrunninn við Heimaey og við land til að meta hversu dýr borunin muni verða. Þessar rannsóknir eigi að gera um leið og rannsóknir varðandi Bakkafjöru fara fram. Samgönguráðherra hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna skýrslu Ægisdyra þar sem tekið er fram að samgönguráðuneytið vinni að framtíðarlausnum í samgöngumálum Vestmannaeyja. Skýrsla Ægisdyra verði skoðuð en vinna við hafnargerð í Bakkafjöru mun halda áfram.
Fréttir Innlent Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti Sjá meira