Erlendar skuldir geta varla lækkað meira 3. október 2006 07:15 Sterk staða Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra segir stöðu ríkissjóðs vera að styrkjast. Erlendar skuldir séu orðnar það lágar að þær verði varla lækkaðar meira. Hann kynnti fjárlagafrumvarp ársins 2007 á Selfossi í gær. MYND/Pjetur Staða ríkissjóðs er að styrkjast. Við sjáum fram á meiri styrk til lengri tíma en áður sem gefur okkur aukna möguleika á að gera ýmsa hluti, sagði Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra við kynningu fjárlagafrumvarps næsta árs í gær. Samkvæmt frumvarpinu verða tekjur ríkissjóðs rúmir 373 milljarðar króna en gjöldin tæpir 358 milljarðar. Mismunurinn er 15,5 milljarða króna afgangur. Forsendur frumvarpsins eru talsvert breyttar frá því að langtímaáætlun fjármálaráðuneytisins var gerð og munar þar bæði á tekju- og gjaldahliðinni. Var í langtímaáætlun búist við að tekjurnar yrðu 35 milljörðum lægri og útgjöldin 23 milljörðum lægri. Þá sparar sérstakt aðhald, sem nemur tveimur prósentum í flestum málaflokkum, rúma tíu milljarða frá því sem miðað var við í langtímaáætlun. Árni Mathiesen segir að þótt tekjuafgangurinn verði nýttur að einhverju leyti til að greiða niður skuldir ríkissjóðs sé ekki lögð á það jafn rík áhersla og áður. Þær eru orðnar það lágar að við þurfum að hafa sérstaka áætlun í gangi til að halda ríkisskuldabréfamarkaðnum virkum og því má segja að við séum komin á það stig að við getum varla farið með skuldirnar lengra niður. Heildartekjur ríkissjóðs árið 2007 lækka um 1,7 milljarða frá því sem ráðgert er að þær verði á þessu ári. Skatttekjurnar lækka um 4,4 milljarða. Framlög til almannatrygginga og útgjöld vegna barnabóta aukast á árinu. Brotthvarfi varnarliðsins fylgir nokkur kostnaður sem felst fyrst og fremst í yfirtöku Keflavíkurflugvallar og eflingu þyrlusveitar Landhelgisgæslunnar. Rúmum átján milljörðum króna verður varið til nýrra framkvæmda á árinu og fer bróðurhlutinn í samgönguframkvæmdir. Skipting fjárins milli einstakra framkvæmda verður tíunduð í samgönguáætlun sem lögð verður fram síðar í mánuðinum. Frumvarpið ráðgerir að einkaneysla lækki um tvö prósent á milli ára. Árni segist búast við að fólk eyði minna og fjárfesti síður í neysluvörum á nýju ári enda hefur manni þótt ansi vel lagt í þá þætti að undanförnu. Heimilin hafa nýtt sér hagstætt gengi og sterka stöðu. Hann segir þó ekki víst að fólk finni þetta á eigin skinni en það muni sjást í tölfræðinni. Innlent Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Staða ríkissjóðs er að styrkjast. Við sjáum fram á meiri styrk til lengri tíma en áður sem gefur okkur aukna möguleika á að gera ýmsa hluti, sagði Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra við kynningu fjárlagafrumvarps næsta árs í gær. Samkvæmt frumvarpinu verða tekjur ríkissjóðs rúmir 373 milljarðar króna en gjöldin tæpir 358 milljarðar. Mismunurinn er 15,5 milljarða króna afgangur. Forsendur frumvarpsins eru talsvert breyttar frá því að langtímaáætlun fjármálaráðuneytisins var gerð og munar þar bæði á tekju- og gjaldahliðinni. Var í langtímaáætlun búist við að tekjurnar yrðu 35 milljörðum lægri og útgjöldin 23 milljörðum lægri. Þá sparar sérstakt aðhald, sem nemur tveimur prósentum í flestum málaflokkum, rúma tíu milljarða frá því sem miðað var við í langtímaáætlun. Árni Mathiesen segir að þótt tekjuafgangurinn verði nýttur að einhverju leyti til að greiða niður skuldir ríkissjóðs sé ekki lögð á það jafn rík áhersla og áður. Þær eru orðnar það lágar að við þurfum að hafa sérstaka áætlun í gangi til að halda ríkisskuldabréfamarkaðnum virkum og því má segja að við séum komin á það stig að við getum varla farið með skuldirnar lengra niður. Heildartekjur ríkissjóðs árið 2007 lækka um 1,7 milljarða frá því sem ráðgert er að þær verði á þessu ári. Skatttekjurnar lækka um 4,4 milljarða. Framlög til almannatrygginga og útgjöld vegna barnabóta aukast á árinu. Brotthvarfi varnarliðsins fylgir nokkur kostnaður sem felst fyrst og fremst í yfirtöku Keflavíkurflugvallar og eflingu þyrlusveitar Landhelgisgæslunnar. Rúmum átján milljörðum króna verður varið til nýrra framkvæmda á árinu og fer bróðurhlutinn í samgönguframkvæmdir. Skipting fjárins milli einstakra framkvæmda verður tíunduð í samgönguáætlun sem lögð verður fram síðar í mánuðinum. Frumvarpið ráðgerir að einkaneysla lækki um tvö prósent á milli ára. Árni segist búast við að fólk eyði minna og fjárfesti síður í neysluvörum á nýju ári enda hefur manni þótt ansi vel lagt í þá þætti að undanförnu. Heimilin hafa nýtt sér hagstætt gengi og sterka stöðu. Hann segir þó ekki víst að fólk finni þetta á eigin skinni en það muni sjást í tölfræðinni.
Innlent Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira