Lögregluyfirvöld á Austurlandi telja réttinn sín megin 8. ágúst 2006 21:47 Lögregluyfirvöld á Austurlandi telja sig hafa skýra lagastoð fyrir aðgerðum sínum gegn mótmælendum Kárahnjúkavirkjunar. Mótmælendurnir hyggjast kæra lögregluna og segja hana hafa beitt þá víðtæku ofbeldi. Eftir að búðum mótmælenda var lokað í gær gistu flestir þeirra á Egilsstöðuðum í nótt og ekki annað að heyra en hlé yrði á aðgerðum þeirra. Flestir þessara mótmælenda eru útlendingar. Óskar Bjartmars yfirlögregluþjónn sagði í hádegisfréttum að ásakanir um harðræði og ofbeldi væru hrein og klár ósannindi. Það hefði ekki komið til neinna beinna átaka en nauðsynlegt hafi verið að taka á fólkinu sem ekki hafi hlýtt skipunum lögreglu. Þrátt fyrir harða gagnrýni á aðgerðir lögreglu, meðal annars frá Ragnari Aðalsteinssyni, hæstaréttarlögmanni efast Óskar ekki um lögmæti þeirra. Í búðunum fundust þessi tæki sem Óskar telur að kunni að hafa verið notuð við skemmdarverk. Talsmaður mótmælendanna vísar því á bug og telur að réttara væri að kanna hvort óánægðir starfsmenn verktaka hafi ekki staðið að skemmdarverkunum. Hann segir að kærur verði lagðar fram. Mikið hefur verið gert úr því að þarna séu atvinnumótmælendur á ferð sem fái greitt fyrir að taka þátt í aðgerðum. Matt, sem er einn af mótmælendunum hlær að þessu og segist vinna og safna fé til að greiða fyrir ferðir sínar. Hann segir þetta lífstíl og baráttu fyrir bættum heimi. Ekki bara barátta fyrir umhverfinu, segir hann sem síðast lét til sín taka á vesturbakkanum í Palestínu. Hann gerir einnig lítið úr þeirri gagnrýni að mótmælendurnir sem komi til landsins hafi lítið vit á eða skilning á því sem þeir eru að mótmæla Fréttir Innlent Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira
Lögregluyfirvöld á Austurlandi telja sig hafa skýra lagastoð fyrir aðgerðum sínum gegn mótmælendum Kárahnjúkavirkjunar. Mótmælendurnir hyggjast kæra lögregluna og segja hana hafa beitt þá víðtæku ofbeldi. Eftir að búðum mótmælenda var lokað í gær gistu flestir þeirra á Egilsstöðuðum í nótt og ekki annað að heyra en hlé yrði á aðgerðum þeirra. Flestir þessara mótmælenda eru útlendingar. Óskar Bjartmars yfirlögregluþjónn sagði í hádegisfréttum að ásakanir um harðræði og ofbeldi væru hrein og klár ósannindi. Það hefði ekki komið til neinna beinna átaka en nauðsynlegt hafi verið að taka á fólkinu sem ekki hafi hlýtt skipunum lögreglu. Þrátt fyrir harða gagnrýni á aðgerðir lögreglu, meðal annars frá Ragnari Aðalsteinssyni, hæstaréttarlögmanni efast Óskar ekki um lögmæti þeirra. Í búðunum fundust þessi tæki sem Óskar telur að kunni að hafa verið notuð við skemmdarverk. Talsmaður mótmælendanna vísar því á bug og telur að réttara væri að kanna hvort óánægðir starfsmenn verktaka hafi ekki staðið að skemmdarverkunum. Hann segir að kærur verði lagðar fram. Mikið hefur verið gert úr því að þarna séu atvinnumótmælendur á ferð sem fái greitt fyrir að taka þátt í aðgerðum. Matt, sem er einn af mótmælendunum hlær að þessu og segist vinna og safna fé til að greiða fyrir ferðir sínar. Hann segir þetta lífstíl og baráttu fyrir bættum heimi. Ekki bara barátta fyrir umhverfinu, segir hann sem síðast lét til sín taka á vesturbakkanum í Palestínu. Hann gerir einnig lítið úr þeirri gagnrýni að mótmælendurnir sem komi til landsins hafi lítið vit á eða skilning á því sem þeir eru að mótmæla
Fréttir Innlent Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira