Sláandi áhrif atvinnuleysis 12. júlí 2006 07:30 Kunningsskapur virðist vega þyngra en vinnumiðlun þegar ráðið er í störf. Sláandi er hversu fljótt atvinnuleysi hefur áhrif á fólk, að sögn Elínar Valgerðar Margrétardóttur sem hefur gert rannsókn á úrræðum á vinnumarkaði fyrir atvinnulausa. Í rannsókninni tók Elín viðtöl við einstaklinga sem höfðu verið án atvinnu í sex mánuði eða lengur og sóttu allir þjónustu Svæðisvinnumiðlunar höfuðborgarsvæðisins. „Sex mánuðir án atvinnu er skilgreint sem langtímaatvinnuleysi en það ætti að skilgreina eftir styttri tíma. Atvinnuleysi hefur fljótt áhrif á sjálfstraust fólks og eftir nokkurn tíma hætta þessir einstaklingar gjarnan markvissri atvinnuleit og eingangrast félagslega.“ Elín talaði einnig við einstaklinga á vinnumarkaði sem höfðu reynslu af starfsmannaráðningum. Þeir sem Elín talaði við sögðu kröfur vinnumarkaðarins hafa breyst mikið og að vinnumarkaðurinn krefðist mannlegra eiginleika sem ekki væri hægt að læra á námskeiði. „Þetta eru þættir eins og samskiptahæfni, áreiðanleiki, kurteisi, drifkraftur, sveigjanleiki og samvinna.“ Elín sagði að einn starfsmannastjórinn sem hún ræddi við hefði ekki leitað eftir starfskrafti hjá Vinnumiðlun og segir hún þetta hugsanlega endurspegla hið neikvæða viðhorf sem ríki til Vinnumiðlunar. „Út frá þessu má ætla að Svæðisvinnumiðlun Reykjavíkur þurfi að endurskilgreina hlutverk sitt og styðja við starfsfólk sitt til að það geti aðstoðað atvinnulaust fólk út á hinn fjölbreytta vinnumarkað.“ Elín segir að út frá rannsókninni megi draga þá ályktun að Vinnumiðlun sé ekki að skila tilætluðum árangri þegar kemur að því að útvega fólki störf, og að enginn viðmælenda hennar hefði fengið vinnu í gegnum Svæðisvinnumiðlun höfuðborgarsvæðisins og þekktu heldur engan sem höfðu fengið vinnu þar til framtíðar. „Þá töluðu margir um að kunningsskapur vegi þyngra en vinnumiðlun þegar ráðið er í störf.“ Elín segir Svæðisvinnumiðlun höfuðborgarsvæðisins vera með verkamannastörf og lágláunastörf á sinni könnu en sinni ekki háskólamenntuðum einstaklingum sem skyldi. Elín segir marga viðmælendur hennar hafa kvartað yfir því að ráðgjafahlutverk Svæðisvinnumiðlunar væri ábótavant og að þar skorti mannlegan stuðning. Elín segir fulltrúa Vinnumálastofnunar hafa viðurkennt að ráðgjafahlutverki Svæðisvinnumiðlunar væri ekki nægjanlega vel sinnt. Í maí var atvinnuleysi á höfuðborgarsvæðinu 1,2 prósent. Innlent Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Sláandi er hversu fljótt atvinnuleysi hefur áhrif á fólk, að sögn Elínar Valgerðar Margrétardóttur sem hefur gert rannsókn á úrræðum á vinnumarkaði fyrir atvinnulausa. Í rannsókninni tók Elín viðtöl við einstaklinga sem höfðu verið án atvinnu í sex mánuði eða lengur og sóttu allir þjónustu Svæðisvinnumiðlunar höfuðborgarsvæðisins. „Sex mánuðir án atvinnu er skilgreint sem langtímaatvinnuleysi en það ætti að skilgreina eftir styttri tíma. Atvinnuleysi hefur fljótt áhrif á sjálfstraust fólks og eftir nokkurn tíma hætta þessir einstaklingar gjarnan markvissri atvinnuleit og eingangrast félagslega.“ Elín talaði einnig við einstaklinga á vinnumarkaði sem höfðu reynslu af starfsmannaráðningum. Þeir sem Elín talaði við sögðu kröfur vinnumarkaðarins hafa breyst mikið og að vinnumarkaðurinn krefðist mannlegra eiginleika sem ekki væri hægt að læra á námskeiði. „Þetta eru þættir eins og samskiptahæfni, áreiðanleiki, kurteisi, drifkraftur, sveigjanleiki og samvinna.“ Elín sagði að einn starfsmannastjórinn sem hún ræddi við hefði ekki leitað eftir starfskrafti hjá Vinnumiðlun og segir hún þetta hugsanlega endurspegla hið neikvæða viðhorf sem ríki til Vinnumiðlunar. „Út frá þessu má ætla að Svæðisvinnumiðlun Reykjavíkur þurfi að endurskilgreina hlutverk sitt og styðja við starfsfólk sitt til að það geti aðstoðað atvinnulaust fólk út á hinn fjölbreytta vinnumarkað.“ Elín segir að út frá rannsókninni megi draga þá ályktun að Vinnumiðlun sé ekki að skila tilætluðum árangri þegar kemur að því að útvega fólki störf, og að enginn viðmælenda hennar hefði fengið vinnu í gegnum Svæðisvinnumiðlun höfuðborgarsvæðisins og þekktu heldur engan sem höfðu fengið vinnu þar til framtíðar. „Þá töluðu margir um að kunningsskapur vegi þyngra en vinnumiðlun þegar ráðið er í störf.“ Elín segir Svæðisvinnumiðlun höfuðborgarsvæðisins vera með verkamannastörf og lágláunastörf á sinni könnu en sinni ekki háskólamenntuðum einstaklingum sem skyldi. Elín segir marga viðmælendur hennar hafa kvartað yfir því að ráðgjafahlutverk Svæðisvinnumiðlunar væri ábótavant og að þar skorti mannlegan stuðning. Elín segir fulltrúa Vinnumálastofnunar hafa viðurkennt að ráðgjafahlutverki Svæðisvinnumiðlunar væri ekki nægjanlega vel sinnt. Í maí var atvinnuleysi á höfuðborgarsvæðinu 1,2 prósent.
Innlent Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira