Gera ráð fyrir óbreyttum stýrivöxtum 1. nóvember 2006 12:45 Seðlabanki Ísland MYND/Vísir Greiningardeildir íslensku bankanna gera ráð fyrir að Seðlabanki Íslands hafi lokið stýrivaxtahækkunarferli sínu og haldi vöxtunum óbreyttum þegar stýrivaxtaákvörðun bankans verður tilkynnt á morgun. Þó er fyrirvari á þessum spám. Þannig útiloka ekki allar greiningardeildirnar að stýrivextirnir gætu verið hækkaðir um 0,25 prósentur. Mestar líkur telja þær þó á að stýrivaxtahækkunarferlinu sé lokið og að stýrivextir taki að lækka á ný á næsta ári. Stýrivextir Seðlabankans hafa verið hækkaðir úr tíu og hálfu prósenti í fjórtán prósent á árinu. Alls hafa stýrivextir bankans verið hækkaðir sautján sinnum frá því hækkunarferlið hófst í maí 2004. Bankinn kynnir einnig á morgun sýn sína á horfur í efnahagsmálum og nýja þjóðhags- og verðbólguspá. Síðast birti bankinn spá samfara vaxtaákvörðun þann 6. júlí. Bankinn var þá harðorður og taldi þörf á verulega hertu aðhaldi. Hlustað verður vel eftir því á morgun hvaða tón bankinn gefur. Greiningardeild Landsbankans bendir á að frá lokum annars ársfjórðungs hafi krónan styrkst um tæp 13% og launaskrið vegna endurskoðunar kjarasamninga í júní hafi orðið minna en Seðlabankinn óttaðist. Þetta dragi úr líkum á vaxtahækkun. Greiningadeild Glitnis bendir hins vegar á að verðbólgutölur séu enn háar og að hagtölur sýni hæga hjöðnun þenslu. Verðbólga síðustu tólf mánuða var 7,2% í október. Það er undir spá Seðlabankans en lækkun matarskatts hefur þau áhrif að verðbólgan fer hraðar niður. Greiningadeild Glitnis gerir ráð fyrir að stýrivextir haldist óbreyttir á morgun og að bankinn taki að lækka vexti sína á næsta ári og lækki þá niður í 10% fyrir lok næsta árs. Þær erlendu greiningardeildir sem spá fyrir um vaxtaákvörðun Seðlabankans gera flestar ráð fyrir því að vextirnir haldist óbreyttir en Danski bank gerir þó ráð fyrir 0,25 prósentu hækkun stýrivaxta. Fréttir Innlent Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Fleiri fréttir „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Sjá meira
Greiningardeildir íslensku bankanna gera ráð fyrir að Seðlabanki Íslands hafi lokið stýrivaxtahækkunarferli sínu og haldi vöxtunum óbreyttum þegar stýrivaxtaákvörðun bankans verður tilkynnt á morgun. Þó er fyrirvari á þessum spám. Þannig útiloka ekki allar greiningardeildirnar að stýrivextirnir gætu verið hækkaðir um 0,25 prósentur. Mestar líkur telja þær þó á að stýrivaxtahækkunarferlinu sé lokið og að stýrivextir taki að lækka á ný á næsta ári. Stýrivextir Seðlabankans hafa verið hækkaðir úr tíu og hálfu prósenti í fjórtán prósent á árinu. Alls hafa stýrivextir bankans verið hækkaðir sautján sinnum frá því hækkunarferlið hófst í maí 2004. Bankinn kynnir einnig á morgun sýn sína á horfur í efnahagsmálum og nýja þjóðhags- og verðbólguspá. Síðast birti bankinn spá samfara vaxtaákvörðun þann 6. júlí. Bankinn var þá harðorður og taldi þörf á verulega hertu aðhaldi. Hlustað verður vel eftir því á morgun hvaða tón bankinn gefur. Greiningardeild Landsbankans bendir á að frá lokum annars ársfjórðungs hafi krónan styrkst um tæp 13% og launaskrið vegna endurskoðunar kjarasamninga í júní hafi orðið minna en Seðlabankinn óttaðist. Þetta dragi úr líkum á vaxtahækkun. Greiningadeild Glitnis bendir hins vegar á að verðbólgutölur séu enn háar og að hagtölur sýni hæga hjöðnun þenslu. Verðbólga síðustu tólf mánuða var 7,2% í október. Það er undir spá Seðlabankans en lækkun matarskatts hefur þau áhrif að verðbólgan fer hraðar niður. Greiningadeild Glitnis gerir ráð fyrir að stýrivextir haldist óbreyttir á morgun og að bankinn taki að lækka vexti sína á næsta ári og lækki þá niður í 10% fyrir lok næsta árs. Þær erlendu greiningardeildir sem spá fyrir um vaxtaákvörðun Seðlabankans gera flestar ráð fyrir því að vextirnir haldist óbreyttir en Danski bank gerir þó ráð fyrir 0,25 prósentu hækkun stýrivaxta.
Fréttir Innlent Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Fleiri fréttir „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Sjá meira