Erlent

Hisbollah vill nýja ríkisstjórn

Líbönsku samtökin Hisbollah ætla að reyna allar diplómatískar leiðir til að mynda nýja ríkisstjórn, meðal annars með afsögn tveggja ráðherra flokksins og mótmælum á götum úti. Þingflokksformaður Hisbollah tilkynnti þetta í dag eftir viðræður með tveimur stærstu stjórnarandstöðuflokkunum í líbanska þinginu.

Hisbollah-liðar hafa krafist stjórnarskipta síðan samið var um vopnahlé eftir rúmlega mánaðarlöng átök við Ísraelsmenn í sumar. Þeir hafa gagnrýnt forsætisráðherra landsins, Fouad Siniora, harðlega en hann á víðtækan stuðning Vesturveldanna, meðal annars vegna yfirlýsinga um að hann vilji gjarnan afvopna Hisbollah.

Mohammad Raad, þingflokksformaður Hisbollah, segir flokksmenn sína vera varkára en að þeir muni fara allar lýðræðislegar og löglegar leiðir til að knýja fram breytingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×