Erlent

Berlusconi fyrir rétt

MYND/AP

Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, hefur verið stefnt fyrir rétt vegna ákæru um spillingu. Saksóknari í Mílanó sakar Berlusconi um að greiða breska lögfræðingnum David Mills jafnvirði rúmlega fjörutíu og einnar milljónar íslenskra króna fyrir að þegja um eignarhald á fjölmiðlaveldi Berlusconis þegar hann var kallaður til vitnis í öðru máli. Báðir neita ásökununum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×