Ætla í hungurverkfall verði aðstaðan ekki bætt 16. október 2006 17:51 Fangar í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg ætla í hungurverkfall verði aðstaða þeirra ekki bætt. Fangelsið á að vera móttökufangelsi en vegna skorts á plássi dvelja margir fangar þar lengur en æskilegt þykir. Tíu fangar dvelja nú í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg og sendu þeir í dag frá sér bréf, sem meðal annars var sent á fangelsismálastjóra, þar sem þess er krafist að fæði þeirra og aðstaða verði bætt. Talsmaður fanganna segir mikið loftleysi inni í klefunum sem valdi föngum bæði andlegum og líkamlegum kvillum. Ekki sé verið að gera neinar kröfur um lúxus heldur sé þess krafist að lágmarkskröfur um vistarverur fanganna og mataræði sé virtar. Ef það verði ekki gert ætla fangarnir að grípa til hungurverkfalls. Í bréfi sínu benda fangarnir á að í sumum tilvikum ætti að vera auðvelt að laga hlutina svo sem með því að setja viftur inn í fangaklefa. Hegningarhúsið við Skólavörðustíg er starfrækt á undanþágu Heilbrigðiseftirlitsins og pyntingarnefndar Evrópuráðsins en aðstaðan fyrir fanga í fangelsinu hefur verið gangrýnd. Guðmundur Gíslason, forstöðumaður fangelsa höfuðborgarsvæðisins, segir aðbúnað í fangelsinu að alla jöfnu nokkuð góðan. Sett hafi verið út á það að loftræsting sé ekki nógu góð, að það sé ekki matsalur í fangelsinu og að ekki sé nægjanleg tómstundaaðstaða fyrir fangana. Guðmundur segir þessa gagnrýni eiga rétt á sér. Hins vegar eigi fangar að stoppa stutt í Hegningarhúsinu þar sem fangelsið sé fyrst og fremst móttökufangelsi. Beðið sé eftir því að hægt sé að loka fangelsinu, sem sé barn síns tíma, en það sé ekki raunhæft fyrr en eitthvað annað komi í staðinn. Fangar sem dvelja í Hegningarhúsinu dvelja þar oftast stutt, frá nokkrum dögum upp í einhverja mánuði, undanfarið hefur þó dvölin tekist að lengjast. Guðmundur segir fangelsin full og rennslið stoppi því í Hegningarhúsinu sem sé ekki gott mál. Mikilvægt sé að stjórnvöld sjái til þess að úr þessu verði bætt sem fyrst. Guðmundur segir að farið verði yfir málin næstu daga og reynt að bæta úr því sem hægt er. Fangarnir ætla að hefja hungurverkfall sitt á föstudaginn ef ekki verður sýnt fram á úrbætur. Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira
Fangar í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg ætla í hungurverkfall verði aðstaða þeirra ekki bætt. Fangelsið á að vera móttökufangelsi en vegna skorts á plássi dvelja margir fangar þar lengur en æskilegt þykir. Tíu fangar dvelja nú í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg og sendu þeir í dag frá sér bréf, sem meðal annars var sent á fangelsismálastjóra, þar sem þess er krafist að fæði þeirra og aðstaða verði bætt. Talsmaður fanganna segir mikið loftleysi inni í klefunum sem valdi föngum bæði andlegum og líkamlegum kvillum. Ekki sé verið að gera neinar kröfur um lúxus heldur sé þess krafist að lágmarkskröfur um vistarverur fanganna og mataræði sé virtar. Ef það verði ekki gert ætla fangarnir að grípa til hungurverkfalls. Í bréfi sínu benda fangarnir á að í sumum tilvikum ætti að vera auðvelt að laga hlutina svo sem með því að setja viftur inn í fangaklefa. Hegningarhúsið við Skólavörðustíg er starfrækt á undanþágu Heilbrigðiseftirlitsins og pyntingarnefndar Evrópuráðsins en aðstaðan fyrir fanga í fangelsinu hefur verið gangrýnd. Guðmundur Gíslason, forstöðumaður fangelsa höfuðborgarsvæðisins, segir aðbúnað í fangelsinu að alla jöfnu nokkuð góðan. Sett hafi verið út á það að loftræsting sé ekki nógu góð, að það sé ekki matsalur í fangelsinu og að ekki sé nægjanleg tómstundaaðstaða fyrir fangana. Guðmundur segir þessa gagnrýni eiga rétt á sér. Hins vegar eigi fangar að stoppa stutt í Hegningarhúsinu þar sem fangelsið sé fyrst og fremst móttökufangelsi. Beðið sé eftir því að hægt sé að loka fangelsinu, sem sé barn síns tíma, en það sé ekki raunhæft fyrr en eitthvað annað komi í staðinn. Fangar sem dvelja í Hegningarhúsinu dvelja þar oftast stutt, frá nokkrum dögum upp í einhverja mánuði, undanfarið hefur þó dvölin tekist að lengjast. Guðmundur segir fangelsin full og rennslið stoppi því í Hegningarhúsinu sem sé ekki gott mál. Mikilvægt sé að stjórnvöld sjái til þess að úr þessu verði bætt sem fyrst. Guðmundur segir að farið verði yfir málin næstu daga og reynt að bæta úr því sem hægt er. Fangarnir ætla að hefja hungurverkfall sitt á föstudaginn ef ekki verður sýnt fram á úrbætur.
Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira