Lögreglustjórinn á Akranesi rannsakar meintar hleranir 16. október 2006 18:22 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar. MYND/Anton Brink Ríkissaksóknari hefur falið lögreglustjóranum á Akranesi að rannsaka ætlaðar hleranir á símum Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrum utanríkisráðherra, og lögfræðings á Varnarmálaskrifstofu ráðuneytisins. Samfylkingin ætlar að beita sér fyrir því að Alþingi skipi sérstaka rannsóknarnefnd til að fara ofan í meintar hleranir.Í tilkynningu frá ríkissaksóknara kemur fram að hann ætlar að láta rannsaka ætlaðar hleranir á síma fyrrum utanríkisráðherra, Jóns Baldvins Hannibalssonar, sem eiga að hafa átt sér stað árið 1993 og sömuleiðis verður rannsakað hvort sími Árna Páls Árnasonar var hleraður en hann var þá lögfræðingur á Varnarmálaskrifstofu Utanríkisráðuneytisins. Árni Páll, sem nú er frambjóðandi Samfylkingarinnar, upplýsti í Silfri Egils í gær að hann hefði verið varaður við því á vordögum 1995 að sími hans væri hleraður af íslenskum aðilum.Ákvörðun ríkissaksóknara er tekin í tilefni af ummælum og upplýsingum Jóns Baldvins og Árna Páls í fjölmiðlum um hleranir á símum og símtölum þeirra. Það verður lögreglustjórinn á Akranesi, Ólafur Hauksson, sem annast rannsóknina í samráði við ríkissaksóknara.Í fréttum RÚV í dag kom fram að Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra vill að nefnd Páls Hreinssonar um njósnir í kalda stríðinu, frá 1945-91 ætti einnig að fjalla um tímann eftir 1991 til okkar daga. Hlutverk þessarar nefndar er eingöngu að skoða gögn og setja reglur um aðgang fræðimanna að þeim gögnum. Í því felst engin rannsókn.Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir það ekki duga til að víkka út það tímabil sem nefndin á að skoða. Hún segir Samfylkinguna ætla að beita sér fyrir því að alþingi komi á fót rannsóknarnefnd þar sem farið verði í saumana á hlerunum og njósnum hér á landi. Nauðsynlegt sé líka að setja lög um vitnaskyldu svo hægt verði að leiða vitni fyrir nefndina og þeim skylt að tala við hana. Fréttir Innlent Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Sjá meira
Ríkissaksóknari hefur falið lögreglustjóranum á Akranesi að rannsaka ætlaðar hleranir á símum Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrum utanríkisráðherra, og lögfræðings á Varnarmálaskrifstofu ráðuneytisins. Samfylkingin ætlar að beita sér fyrir því að Alþingi skipi sérstaka rannsóknarnefnd til að fara ofan í meintar hleranir.Í tilkynningu frá ríkissaksóknara kemur fram að hann ætlar að láta rannsaka ætlaðar hleranir á síma fyrrum utanríkisráðherra, Jóns Baldvins Hannibalssonar, sem eiga að hafa átt sér stað árið 1993 og sömuleiðis verður rannsakað hvort sími Árna Páls Árnasonar var hleraður en hann var þá lögfræðingur á Varnarmálaskrifstofu Utanríkisráðuneytisins. Árni Páll, sem nú er frambjóðandi Samfylkingarinnar, upplýsti í Silfri Egils í gær að hann hefði verið varaður við því á vordögum 1995 að sími hans væri hleraður af íslenskum aðilum.Ákvörðun ríkissaksóknara er tekin í tilefni af ummælum og upplýsingum Jóns Baldvins og Árna Páls í fjölmiðlum um hleranir á símum og símtölum þeirra. Það verður lögreglustjórinn á Akranesi, Ólafur Hauksson, sem annast rannsóknina í samráði við ríkissaksóknara.Í fréttum RÚV í dag kom fram að Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra vill að nefnd Páls Hreinssonar um njósnir í kalda stríðinu, frá 1945-91 ætti einnig að fjalla um tímann eftir 1991 til okkar daga. Hlutverk þessarar nefndar er eingöngu að skoða gögn og setja reglur um aðgang fræðimanna að þeim gögnum. Í því felst engin rannsókn.Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir það ekki duga til að víkka út það tímabil sem nefndin á að skoða. Hún segir Samfylkinguna ætla að beita sér fyrir því að alþingi komi á fót rannsóknarnefnd þar sem farið verði í saumana á hlerunum og njósnum hér á landi. Nauðsynlegt sé líka að setja lög um vitnaskyldu svo hægt verði að leiða vitni fyrir nefndina og þeim skylt að tala við hana.
Fréttir Innlent Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Sjá meira