Stórviðburðir Listahátíðar 1. desember 2006 16:45 Forsala á þrjá af stærstu viðburðum Listahátíðar í Reykjavík 2007 hefst næstkomandi mánudag en hátíðin fer fram 10.-26. maí. Viðburðirnir sem hér um ræðir eru sýningar San Francisco-ballettsins undir stjórn Helga Tómassonar í Borgarleikhúsinu, sem verða sjö talsins og hefjast 16. maí, og tónleikar Dmitri Hvorostovsky 20. maí og Bryn Terfel 21. maí sem báðir verða í Háskólabíói. Er þetta í fyrsta sinn sem Listahátíð hefur miðasölu á völdum viðburðum í desember. Kynning á heildardagskrá hátíðarinnar verður eftir áramót. San Francisco-ballettinn þarf vart að kynna fyrir Íslendingum eftir komu hans hingað til lands á Listahátíð árið 2000. Nú, sjö árum síðar, hefur Helgi Tómasson sett saman sýningu sérstaklega fyrir Íslendinga sem byggir á ballettum sem hann hefur samið fyrir flokkinn. Er hér um að ræða mörg glæsilegustu verk Helga sem öll sýna afburðahæfni fremstu dansara hópsins. Dmitri Hvorostovsky vann á sínum tíma Bryn Terfel í keppninni Cardiff BBC singer of the world árið 1989, en síðan hafa þeir verið taldir tveir fremstu barítónar heims. Á Listahátíð í Reykjavík gefst einstakt tækifæri til þess að hlýða á báða þessa stórsöngvara. Fræg er tónleikaför Hvorostovsky um Rússland í boði Pútíns forseta þegar hann söng fyrir mörg hundruð þúsund áhorfendur til minningar um rússneska hermenn sem börðust í seinni heimsstyrjöldinni. Þekktastur er hann fyrir hlutverk Onegin í óperu Tchaikovsky Eugene Onegin og er stundum talað um að það hlutverk sé eins og skapað fyrir hann. Það mun varla ofsögum sagt að Bryn Terfel sé einn dáðasti söngvari samtímans. Miðasalan fer fram á vef hátíðarinnar www.listahatid.is og í síma 552-8588 alla virka daga frá kl. 10-16. Menning Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Töframaður fann Dimmu heila á húfi Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Sjá meira
Forsala á þrjá af stærstu viðburðum Listahátíðar í Reykjavík 2007 hefst næstkomandi mánudag en hátíðin fer fram 10.-26. maí. Viðburðirnir sem hér um ræðir eru sýningar San Francisco-ballettsins undir stjórn Helga Tómassonar í Borgarleikhúsinu, sem verða sjö talsins og hefjast 16. maí, og tónleikar Dmitri Hvorostovsky 20. maí og Bryn Terfel 21. maí sem báðir verða í Háskólabíói. Er þetta í fyrsta sinn sem Listahátíð hefur miðasölu á völdum viðburðum í desember. Kynning á heildardagskrá hátíðarinnar verður eftir áramót. San Francisco-ballettinn þarf vart að kynna fyrir Íslendingum eftir komu hans hingað til lands á Listahátíð árið 2000. Nú, sjö árum síðar, hefur Helgi Tómasson sett saman sýningu sérstaklega fyrir Íslendinga sem byggir á ballettum sem hann hefur samið fyrir flokkinn. Er hér um að ræða mörg glæsilegustu verk Helga sem öll sýna afburðahæfni fremstu dansara hópsins. Dmitri Hvorostovsky vann á sínum tíma Bryn Terfel í keppninni Cardiff BBC singer of the world árið 1989, en síðan hafa þeir verið taldir tveir fremstu barítónar heims. Á Listahátíð í Reykjavík gefst einstakt tækifæri til þess að hlýða á báða þessa stórsöngvara. Fræg er tónleikaför Hvorostovsky um Rússland í boði Pútíns forseta þegar hann söng fyrir mörg hundruð þúsund áhorfendur til minningar um rússneska hermenn sem börðust í seinni heimsstyrjöldinni. Þekktastur er hann fyrir hlutverk Onegin í óperu Tchaikovsky Eugene Onegin og er stundum talað um að það hlutverk sé eins og skapað fyrir hann. Það mun varla ofsögum sagt að Bryn Terfel sé einn dáðasti söngvari samtímans. Miðasalan fer fram á vef hátíðarinnar www.listahatid.is og í síma 552-8588 alla virka daga frá kl. 10-16.
Menning Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Töframaður fann Dimmu heila á húfi Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Sjá meira