Innlent

Hvalaskoðun fái það vægi sem henni beri

Frá höfninni í Húsavík þaðan sem hvalaskoðunarferðir eru farnar.
Frá höfninni í Húsavík þaðan sem hvalaskoðunarferðir eru farnar. MYND/GVA

Hvalir og hvalaðskoðun eru meðal þess sem erlendum ferðamönnum er efst í huga eftir dvöl sína á Norðurlandi samkvæmt könnun sem fyrirtækið Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar vann fyrir Ferðamálaklasa Norðurlands. Af þeim sem sögðust hafa komið í landshlutann nefndu flestir, eða um fjórðungur, hvalina en þar á eftir kom Mývatn og náttúran almennt.

Ferðamálasamtök Norðurlands eystra segja að þessar niðurstöður styðji þann málflutning ferðaþjónustunnar að hvalir og hvalaskoðun séu eitt helsta aðdráttaraflið fyrir fjölmörg ferðaþjónustufyrirtæki á landinu.

Í tilkynningu frá samtökunum er þess krafist að stjórnvöld taki niðurstöðurnar alvarlega og að atvinnugreinin fái það vægi sem henni ber samkvæmt skoðunum þeirra ferðamanna sem landsvæðið heimsækja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×