Hvalstöðin hefur ekki leyfi til matvælavinnslu 18. október 2006 12:09 Hvalstöðin í Hvalfirði hefur ekki starfsleyfi til matvælavinnslu en Landbúnaðarstofnun hefur ekki viljað veita stöðinni slíkt starfsleyfi. Stjórnarformaður Hvals hf. segir hins vegar öll leyfi í lagi. Hvalur 9 er nú að veiðum og hefur aðeins um sólarhring eftir að hvalur veiðist til að koma honum í land. Halldór Runólfsson yfirdýralæknir segir að Hvalur hf. hafi ekki leyfi til matvælavinnslu í Hvalstöðinni. Fyrirtækið hafi því ekki starfsleyfi til að taka á móti hvölum og vinna kjötið í mat. Ákveðin lagaóvissa sé um hvaða stofnun eigi að gefa út slíkt starfsleyfi. Hvalur hafi hins vegar óskaði eftir því að Landbúnaðarstofnun tæki Hvalstöðina út í haust og fengið svör um að stöðin væri ekki nægilega hæf í þáverandi ástandi til að hún fengi starfsleyfi til matvælavinnslu. Halldór segir stofnunni ekki kunnugt um að neitt hafi breyst síðan. Fréttavefurinn Skessuhorn.is segir hugmyndir hafa verið uppi um að koma með þá hvali sem veiðast inn í Hvalstöðina og skera þá þar en flytja kjötið til vinnslu annars staðar. Halldór telur að Hvalur hf. geti ekki skorið kjötið í Hvalfirði og flutt það svo annað til vinnslu, til þess þurfi félagið starfsleyfi. Það lítur því út fyrir að Hvalur hafi ekki leyfi til að vinna þær langreyðar sem fyrirtækinu hefur verið gefið leyfi til að veiða. Hvalur 9 er nú að veiðum á miðunum og eftir að hvalur er veiddur hefur hann um sólarhring til að koma kjötinu í land vegna þess hve skamman tíma tekur fyrir kjötið að úldna. Kristján Loftsson, stjórnarformaður Hvals hf., sagði í samtali við NFS fyrir hádegi að Hvalur hefði bæði starfsleyfi og vinnsluleyfi, þetta væri því rangt. Hvalur 9 hefði ekki verið sendur til veiða ef leyfin væru ekki í lagi. Hann vildi þó ekkert segja um hvenær leyfin hefðu verið gefin út eða hver hefði gert það. Halldór segir sér ekki kunnugt um að nein önnur stofnun hafi veitt Hvalstöðinni í Hvalfirði slíkt starfsleyfi. Fréttir Innlent Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
Hvalstöðin í Hvalfirði hefur ekki starfsleyfi til matvælavinnslu en Landbúnaðarstofnun hefur ekki viljað veita stöðinni slíkt starfsleyfi. Stjórnarformaður Hvals hf. segir hins vegar öll leyfi í lagi. Hvalur 9 er nú að veiðum og hefur aðeins um sólarhring eftir að hvalur veiðist til að koma honum í land. Halldór Runólfsson yfirdýralæknir segir að Hvalur hf. hafi ekki leyfi til matvælavinnslu í Hvalstöðinni. Fyrirtækið hafi því ekki starfsleyfi til að taka á móti hvölum og vinna kjötið í mat. Ákveðin lagaóvissa sé um hvaða stofnun eigi að gefa út slíkt starfsleyfi. Hvalur hafi hins vegar óskaði eftir því að Landbúnaðarstofnun tæki Hvalstöðina út í haust og fengið svör um að stöðin væri ekki nægilega hæf í þáverandi ástandi til að hún fengi starfsleyfi til matvælavinnslu. Halldór segir stofnunni ekki kunnugt um að neitt hafi breyst síðan. Fréttavefurinn Skessuhorn.is segir hugmyndir hafa verið uppi um að koma með þá hvali sem veiðast inn í Hvalstöðina og skera þá þar en flytja kjötið til vinnslu annars staðar. Halldór telur að Hvalur hf. geti ekki skorið kjötið í Hvalfirði og flutt það svo annað til vinnslu, til þess þurfi félagið starfsleyfi. Það lítur því út fyrir að Hvalur hafi ekki leyfi til að vinna þær langreyðar sem fyrirtækinu hefur verið gefið leyfi til að veiða. Hvalur 9 er nú að veiðum á miðunum og eftir að hvalur er veiddur hefur hann um sólarhring til að koma kjötinu í land vegna þess hve skamman tíma tekur fyrir kjötið að úldna. Kristján Loftsson, stjórnarformaður Hvals hf., sagði í samtali við NFS fyrir hádegi að Hvalur hefði bæði starfsleyfi og vinnsluleyfi, þetta væri því rangt. Hvalur 9 hefði ekki verið sendur til veiða ef leyfin væru ekki í lagi. Hann vildi þó ekkert segja um hvenær leyfin hefðu verið gefin út eða hver hefði gert það. Halldór segir sér ekki kunnugt um að nein önnur stofnun hafi veitt Hvalstöðinni í Hvalfirði slíkt starfsleyfi.
Fréttir Innlent Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira