Félagsfundur Mjólkursamlags Ísfirðinga samþykkti í gær kaupsamning sem stjórn samlagsins og stjórn MS gerðu um kaup MS á eignum og rekstri Mjólkursamlags Ísfirðinga. Þetta kemur fram á fréttavefnum Bæjarins besta.
Kaup MS á enn eftir að ræða á félagsfundi samlagsins en þau eru liður í stofnun stórs rekstrarfélags í mjólkuriðnaði um næstu áramót með þátttöku MS, Norðurmjólkur og Osta- og smjörsölunnar.