Formaður Öryrkja- bandalagsins kærður 22. júlí 2006 03:30 Hópur áhrifamanna innan Öryrkjabandalags Íslands, þar á meðal tveir aðalstjórnarmenn, hafa ákveðið að kæra formann bandalagsins, Sigurstein Másson, til Félagsmálaráðuneytisins vegna framgöngu hans við gerð samnings við nýjan framkvæmdastjóra bandalagsins. Þeir fullyrða að Sigursteinn hafi farið offari og þvingað samninginn í gegn án þess að aðalstjórn fengi að vita hvað í samningnum fólst. Formaður fær greidd sömu laun og framkvæmdastjóri og þeir vilja því meina að Sigursteinn hafi setið báðum megin borðsins við ákvörðun eigin launa.+ Einnig er fullyrt að ekki hafi verið staðið við samþykkt aðalstjórnar varðandi uppgjör við fyrrverandi framkvæmdastjóra bandalagsins, Arnþór Helgason, og það sé einhliða ákvörðun Sigursteins. Aðalstjórn ber ábyrgð á öllum ákvörðunum og samingum þess og það er því réttur og skylda aðalstjórnarmanna að vita hvað felst í samningum við stjórnendur, segir Guðmundur S. Johnsen, formaður Félags lesblindra á Íslandi og aðalstjórnarmaður, sem er einn þeirra sem hefur ákveðið að kæra. Annar stjórnarmaður, Guðmundur Magnússon, Samtökum endurhæfðra mænuskaddaðra, segir þetta aðeins hluta vandans. Aðalstjórn samþykkti ályktun mína þess efnis að gert yrði upp við Arnþór Helgason á þann hátt að allir hefðu sæmd af. Það hefur ekki verið gert. Guðmundur Johnsen vill meina að uppsögn Arnþórs sé ástæðan fyrir þeim vanda sem bandalagið standi frammi fyrir. Það að Öryrkjabandalagið skuli reka blindan mann er algjörlega siðlaust. Sigursteinn Másson segir málatilbúning Guðmundar S. Johnsen og Guðmundar Magnússonar vera sprottinn af persónulegri óvild þeirra við sig. Fullyrðingar þeirra séu með öllu tilhæfulausar og þeim til skammar. Ef þeir hafa geð í sér til að kæra þetta mál til ráðuneytisins þá er það sjálfsagt mál. Ég óttast það ekki. Það að þessir tveir menn hafi ákveðið að grafa undan stjórn Öryrkjabandalagsins með þessum hætti finnst mér mjög dapurt. Ég mun ekki tjá mig frekar um þetta heldur takast á við þetta mál á eðlilegum vettvangi en verð að lýsa yfir miklum vonbrigðum með framgöngu þessara manna. Ekki náðist í Arnþór Helgason vegna málsins í gær. Innlent Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Sjá meira
Hópur áhrifamanna innan Öryrkjabandalags Íslands, þar á meðal tveir aðalstjórnarmenn, hafa ákveðið að kæra formann bandalagsins, Sigurstein Másson, til Félagsmálaráðuneytisins vegna framgöngu hans við gerð samnings við nýjan framkvæmdastjóra bandalagsins. Þeir fullyrða að Sigursteinn hafi farið offari og þvingað samninginn í gegn án þess að aðalstjórn fengi að vita hvað í samningnum fólst. Formaður fær greidd sömu laun og framkvæmdastjóri og þeir vilja því meina að Sigursteinn hafi setið báðum megin borðsins við ákvörðun eigin launa.+ Einnig er fullyrt að ekki hafi verið staðið við samþykkt aðalstjórnar varðandi uppgjör við fyrrverandi framkvæmdastjóra bandalagsins, Arnþór Helgason, og það sé einhliða ákvörðun Sigursteins. Aðalstjórn ber ábyrgð á öllum ákvörðunum og samingum þess og það er því réttur og skylda aðalstjórnarmanna að vita hvað felst í samningum við stjórnendur, segir Guðmundur S. Johnsen, formaður Félags lesblindra á Íslandi og aðalstjórnarmaður, sem er einn þeirra sem hefur ákveðið að kæra. Annar stjórnarmaður, Guðmundur Magnússon, Samtökum endurhæfðra mænuskaddaðra, segir þetta aðeins hluta vandans. Aðalstjórn samþykkti ályktun mína þess efnis að gert yrði upp við Arnþór Helgason á þann hátt að allir hefðu sæmd af. Það hefur ekki verið gert. Guðmundur Johnsen vill meina að uppsögn Arnþórs sé ástæðan fyrir þeim vanda sem bandalagið standi frammi fyrir. Það að Öryrkjabandalagið skuli reka blindan mann er algjörlega siðlaust. Sigursteinn Másson segir málatilbúning Guðmundar S. Johnsen og Guðmundar Magnússonar vera sprottinn af persónulegri óvild þeirra við sig. Fullyrðingar þeirra séu með öllu tilhæfulausar og þeim til skammar. Ef þeir hafa geð í sér til að kæra þetta mál til ráðuneytisins þá er það sjálfsagt mál. Ég óttast það ekki. Það að þessir tveir menn hafi ákveðið að grafa undan stjórn Öryrkjabandalagsins með þessum hætti finnst mér mjög dapurt. Ég mun ekki tjá mig frekar um þetta heldur takast á við þetta mál á eðlilegum vettvangi en verð að lýsa yfir miklum vonbrigðum með framgöngu þessara manna. Ekki náðist í Arnþór Helgason vegna málsins í gær.
Innlent Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Sjá meira