Stjórnmálamenn fá haturspóst 3. desember 2006 18:30 Fjöldi stjórnmálamanna, meðal annars frambjóðendur í prófkjöri vinstri grænna, hefur að undanförnu fengið nafnlaus bréf þar sem óhróðri er ausið yfir múslima. Nokkrir hafa sent lögreglu bréfin til rannsóknar. Þessi einkennilegu bréf tóku að berast inn um bréfalúgur fólks undir lok vikunnar sem helst virðist eiga það sameiginlegt að tengjast stjórnmálum og að hafa haldið fram málstað innflytjenda í þjóðmálaumræðu undanfarinna vikna. Bréfið er fjórtán síður að lengd og er allur þorri þess lagður undir harkalega gagnrýni á múslima og íslamska trú, bæði í máli og myndum. Engin undirskrift fylgir bréfinu, að öðru leyti en því að neðst í því er letrað "Group 1627". Virðist þar vísað til Tyrkjaránsins sem var framið það ár. Flestir þáttakenda í prófkjöri Vinstri grænna fengu bréfið en enginn þeirra vildi tjá sig um það í dag. Sumir sögðust hafa hent því án þess að lesa það en munu hafa sent það til lögreglu. Formanni félags stjórnmálafræðinema við Háskóla Íslands var einnig sent bréfið og honum brá talsvert í brún þegar hann las það. Hann segist ætla að fara að fordæmi fólks sem hann þekkir og hefur fengið bréfið sent og afhenda það lögreglu til rannsóknar. Í hegningarlögum er kveðið á um að hver sem smáni trúarkenningar löglegs trúfélags skuli sæta sektum eða fangelsi en óvíst er hvort umrætt bréf falli undir þau ákvæði. Fréttir Innlent Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Fjöldi stjórnmálamanna, meðal annars frambjóðendur í prófkjöri vinstri grænna, hefur að undanförnu fengið nafnlaus bréf þar sem óhróðri er ausið yfir múslima. Nokkrir hafa sent lögreglu bréfin til rannsóknar. Þessi einkennilegu bréf tóku að berast inn um bréfalúgur fólks undir lok vikunnar sem helst virðist eiga það sameiginlegt að tengjast stjórnmálum og að hafa haldið fram málstað innflytjenda í þjóðmálaumræðu undanfarinna vikna. Bréfið er fjórtán síður að lengd og er allur þorri þess lagður undir harkalega gagnrýni á múslima og íslamska trú, bæði í máli og myndum. Engin undirskrift fylgir bréfinu, að öðru leyti en því að neðst í því er letrað "Group 1627". Virðist þar vísað til Tyrkjaránsins sem var framið það ár. Flestir þáttakenda í prófkjöri Vinstri grænna fengu bréfið en enginn þeirra vildi tjá sig um það í dag. Sumir sögðust hafa hent því án þess að lesa það en munu hafa sent það til lögreglu. Formanni félags stjórnmálafræðinema við Háskóla Íslands var einnig sent bréfið og honum brá talsvert í brún þegar hann las það. Hann segist ætla að fara að fordæmi fólks sem hann þekkir og hefur fengið bréfið sent og afhenda það lögreglu til rannsóknar. Í hegningarlögum er kveðið á um að hver sem smáni trúarkenningar löglegs trúfélags skuli sæta sektum eða fangelsi en óvíst er hvort umrætt bréf falli undir þau ákvæði.
Fréttir Innlent Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira