Ólgan vex í Sómalíu 18. júní 2006 19:30 Ástandið í Sómalíu er orðið svo viðkvæmt að fulltrúar Sameinuðu þjóðanna óttast að á hverri stundu geti borgarastyrjöld brotist þar út á ný. Eþíópískt herlið er í viðbragðsstöðu við sómölsku landamærin, tilbúið að verja bráðabirgðastjórnina í landinu. Sómalskt samfélag er í molum eftir margra ára borgarastyrjöld og þótt bráðabirgðastjórn sitji þar að völdum að nafninu til hefur ríkið í raun verið stjórnlaust í hálfan annan áratug. Undanfarnar vikur hafa átök á milli íslamskra skæruliða og herflokka sem hlynntir eru ríkisstjórninni farið vaxandi en Bandaríkjamenn eru sagðir styðja þá síðarnefndu og líta á þá sem bandamenn í stríðinu gegn hryðjuverkum. Í síðustu viku tókst skæruliðunum að ná yfirráðum í höfuðborginni Mogadishu og margt virtist benda til að borgin Baidoa yrði næst þar sem stjórnin hefur aðsetur. Þótt leiðtogi skæruliðanna hafi lýst því yfir að ekki stæði til að steypa stjórninni hefur eþíópíska ríkisstjórnin sent herlið sitt til landamæranna til stuðnings bráðabirgðastjórninni. Andstaðan við íslömsku skæruliðina á meðal Sómalanna sjálfra virðist hins vegar ekki vera sérlega mikil, til dæmis hafa þúsundir manna mótmælt tillögum Sameinuðu þjóðanna um að senda friðargæslulið á vettvang því margir treysta skæruliðunum betur en ríkisstjórninni betur til að koma á lögum og reglu. Talsmaður Sameinuðu þjóðanna í Sómalíu sagði í samtali við breska ríkisútvarpið í dag að á hverjum degi kæmu skip hlaðin vopnum til landsins, þrátt fyrir alþjóðlegt vopnasölubann, og aðeins væri tímaspursmál hvenær skæruliðunum og stjórnarhernum lysti saman. Erlent Fréttir Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Fleiri fréttir Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sjá meira
Ástandið í Sómalíu er orðið svo viðkvæmt að fulltrúar Sameinuðu þjóðanna óttast að á hverri stundu geti borgarastyrjöld brotist þar út á ný. Eþíópískt herlið er í viðbragðsstöðu við sómölsku landamærin, tilbúið að verja bráðabirgðastjórnina í landinu. Sómalskt samfélag er í molum eftir margra ára borgarastyrjöld og þótt bráðabirgðastjórn sitji þar að völdum að nafninu til hefur ríkið í raun verið stjórnlaust í hálfan annan áratug. Undanfarnar vikur hafa átök á milli íslamskra skæruliða og herflokka sem hlynntir eru ríkisstjórninni farið vaxandi en Bandaríkjamenn eru sagðir styðja þá síðarnefndu og líta á þá sem bandamenn í stríðinu gegn hryðjuverkum. Í síðustu viku tókst skæruliðunum að ná yfirráðum í höfuðborginni Mogadishu og margt virtist benda til að borgin Baidoa yrði næst þar sem stjórnin hefur aðsetur. Þótt leiðtogi skæruliðanna hafi lýst því yfir að ekki stæði til að steypa stjórninni hefur eþíópíska ríkisstjórnin sent herlið sitt til landamæranna til stuðnings bráðabirgðastjórninni. Andstaðan við íslömsku skæruliðina á meðal Sómalanna sjálfra virðist hins vegar ekki vera sérlega mikil, til dæmis hafa þúsundir manna mótmælt tillögum Sameinuðu þjóðanna um að senda friðargæslulið á vettvang því margir treysta skæruliðunum betur en ríkisstjórninni betur til að koma á lögum og reglu. Talsmaður Sameinuðu þjóðanna í Sómalíu sagði í samtali við breska ríkisútvarpið í dag að á hverjum degi kæmu skip hlaðin vopnum til landsins, þrátt fyrir alþjóðlegt vopnasölubann, og aðeins væri tímaspursmál hvenær skæruliðunum og stjórnarhernum lysti saman.
Erlent Fréttir Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Fleiri fréttir Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sjá meira