Eldur kviknaði í uppþvottavél í Torfufelli í Breiðholti klukkan hálfátta í gærkvöldi og talsverður reykur gaus upp í íbúðinni. Kona sem var í íbúðinni var skoðuð á staðnum og þótti ekki ástæða til að flytja hana á sjúkrahús, að sögn lögreglu. Greiðlega gekk að slökkva og reykræsta en skemmdir urðu af sóti.
Eldur í uppþvottavél
