Hulda í Grasrótinni 18. nóvember 2006 11:30 Hulda Vilhjálmsdóttir listmálari Grasrótarsýningar Nýlistasafnsins eru undanfarin sex ár búnar að vera spennandi samantekt á því hvað er að gerast í yngsta hópi starfandi myndlistarmanna. Það var hlutverk Grasrótarinnar frá upphafi að kynna það ferskasta í íslenskri nútímalist. Að þessu sinni ákváðu sýningarstjórarnir Andrea Maack, Huginn Þór Arason og Jóhannes Atli Hinriksson að velja einn upprennandi ungan myndlistarmann til sýningar í öllu safninu. Með því vildu þau skapa heilsteypta sýningu þar sem listamaðurinn fær notið sín til fullnustu. Nær þrjú hundruð fermetrar Nýló eru því lagðir undir myndheim Huldu Vilhjálmsdóttur. Þetta er stærsta sýning sem Hulda hefur staðið fyrir þótt hún hafi komið víða við á ferli sínum frá því hún sýndi fyrst 1997. Níunda árið hennar er brátt og baki og það tíunda fram undan. Hulda Vilhjálmsdóttir útskrifaðist frá málaradeild MHÍ 2000 og hefur unnið sleitulaust síðan að listsköpun sinni. Sérstakur stíll listakonunnar hefur þróast í gegnum árin og hefur Hulda verið ötul við sýningarhald að ýmsu tagi. Verkin í Nýló eru 72 að tölu og af öllu tagi, þótt málverk í bland við teikningar, skúlptúra, ljósmyndir o.fl. séu þar fyrirferðarmest. Þau eru flest til sölu. Hulda heldur úti vefsíðu þar sem skoða má feril hennar og kynnast sögu hennar og viðhorfum, www.huldavil.com. Sýningin í Nýló opnar á laugardag kl. 16. Nýlistasafnið er opið frá miðvikudegi til sunnudags frá kl. 13-17 og á fimmtudögum til kl. 22. Stendur sýningin til 17. desember. Menning Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Grasrótarsýningar Nýlistasafnsins eru undanfarin sex ár búnar að vera spennandi samantekt á því hvað er að gerast í yngsta hópi starfandi myndlistarmanna. Það var hlutverk Grasrótarinnar frá upphafi að kynna það ferskasta í íslenskri nútímalist. Að þessu sinni ákváðu sýningarstjórarnir Andrea Maack, Huginn Þór Arason og Jóhannes Atli Hinriksson að velja einn upprennandi ungan myndlistarmann til sýningar í öllu safninu. Með því vildu þau skapa heilsteypta sýningu þar sem listamaðurinn fær notið sín til fullnustu. Nær þrjú hundruð fermetrar Nýló eru því lagðir undir myndheim Huldu Vilhjálmsdóttur. Þetta er stærsta sýning sem Hulda hefur staðið fyrir þótt hún hafi komið víða við á ferli sínum frá því hún sýndi fyrst 1997. Níunda árið hennar er brátt og baki og það tíunda fram undan. Hulda Vilhjálmsdóttir útskrifaðist frá málaradeild MHÍ 2000 og hefur unnið sleitulaust síðan að listsköpun sinni. Sérstakur stíll listakonunnar hefur þróast í gegnum árin og hefur Hulda verið ötul við sýningarhald að ýmsu tagi. Verkin í Nýló eru 72 að tölu og af öllu tagi, þótt málverk í bland við teikningar, skúlptúra, ljósmyndir o.fl. séu þar fyrirferðarmest. Þau eru flest til sölu. Hulda heldur úti vefsíðu þar sem skoða má feril hennar og kynnast sögu hennar og viðhorfum, www.huldavil.com. Sýningin í Nýló opnar á laugardag kl. 16. Nýlistasafnið er opið frá miðvikudegi til sunnudags frá kl. 13-17 og á fimmtudögum til kl. 22. Stendur sýningin til 17. desember.
Menning Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira