Hulda í Grasrótinni 18. nóvember 2006 11:30 Hulda Vilhjálmsdóttir listmálari Grasrótarsýningar Nýlistasafnsins eru undanfarin sex ár búnar að vera spennandi samantekt á því hvað er að gerast í yngsta hópi starfandi myndlistarmanna. Það var hlutverk Grasrótarinnar frá upphafi að kynna það ferskasta í íslenskri nútímalist. Að þessu sinni ákváðu sýningarstjórarnir Andrea Maack, Huginn Þór Arason og Jóhannes Atli Hinriksson að velja einn upprennandi ungan myndlistarmann til sýningar í öllu safninu. Með því vildu þau skapa heilsteypta sýningu þar sem listamaðurinn fær notið sín til fullnustu. Nær þrjú hundruð fermetrar Nýló eru því lagðir undir myndheim Huldu Vilhjálmsdóttur. Þetta er stærsta sýning sem Hulda hefur staðið fyrir þótt hún hafi komið víða við á ferli sínum frá því hún sýndi fyrst 1997. Níunda árið hennar er brátt og baki og það tíunda fram undan. Hulda Vilhjálmsdóttir útskrifaðist frá málaradeild MHÍ 2000 og hefur unnið sleitulaust síðan að listsköpun sinni. Sérstakur stíll listakonunnar hefur þróast í gegnum árin og hefur Hulda verið ötul við sýningarhald að ýmsu tagi. Verkin í Nýló eru 72 að tölu og af öllu tagi, þótt málverk í bland við teikningar, skúlptúra, ljósmyndir o.fl. séu þar fyrirferðarmest. Þau eru flest til sölu. Hulda heldur úti vefsíðu þar sem skoða má feril hennar og kynnast sögu hennar og viðhorfum, www.huldavil.com. Sýningin í Nýló opnar á laugardag kl. 16. Nýlistasafnið er opið frá miðvikudegi til sunnudags frá kl. 13-17 og á fimmtudögum til kl. 22. Stendur sýningin til 17. desember. Menning Mest lesið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Grasrótarsýningar Nýlistasafnsins eru undanfarin sex ár búnar að vera spennandi samantekt á því hvað er að gerast í yngsta hópi starfandi myndlistarmanna. Það var hlutverk Grasrótarinnar frá upphafi að kynna það ferskasta í íslenskri nútímalist. Að þessu sinni ákváðu sýningarstjórarnir Andrea Maack, Huginn Þór Arason og Jóhannes Atli Hinriksson að velja einn upprennandi ungan myndlistarmann til sýningar í öllu safninu. Með því vildu þau skapa heilsteypta sýningu þar sem listamaðurinn fær notið sín til fullnustu. Nær þrjú hundruð fermetrar Nýló eru því lagðir undir myndheim Huldu Vilhjálmsdóttur. Þetta er stærsta sýning sem Hulda hefur staðið fyrir þótt hún hafi komið víða við á ferli sínum frá því hún sýndi fyrst 1997. Níunda árið hennar er brátt og baki og það tíunda fram undan. Hulda Vilhjálmsdóttir útskrifaðist frá málaradeild MHÍ 2000 og hefur unnið sleitulaust síðan að listsköpun sinni. Sérstakur stíll listakonunnar hefur þróast í gegnum árin og hefur Hulda verið ötul við sýningarhald að ýmsu tagi. Verkin í Nýló eru 72 að tölu og af öllu tagi, þótt málverk í bland við teikningar, skúlptúra, ljósmyndir o.fl. séu þar fyrirferðarmest. Þau eru flest til sölu. Hulda heldur úti vefsíðu þar sem skoða má feril hennar og kynnast sögu hennar og viðhorfum, www.huldavil.com. Sýningin í Nýló opnar á laugardag kl. 16. Nýlistasafnið er opið frá miðvikudegi til sunnudags frá kl. 13-17 og á fimmtudögum til kl. 22. Stendur sýningin til 17. desember.
Menning Mest lesið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira